Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hér má sjá teikningu af skólamannvirkjum í Varmahlíð.
Hér má sjá teikningu af skólamannvirkjum í Varmahlíð.
Mynd / VA ARKITEKTAR
Fréttir 9. mars 2022

Hyggjast leggja 728 milljónir króna í skólamannvirki í Varmahlíð

Höfundur: MHH - HKr.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og meirihluti sveitarstjórnar Akrahrepps sam­­þykktu í aðdraganda sam­einingar­kosninga sveitar­félaganna 19. febrúar, vilja­yfir­lýsingu er varðar skóla­mann­virki í Varmahlíð.

Þar sagði að ef niðurstaða kosn­inga leiddi til sameiningar, þá muni fjárframlög til nýs sveitarfélags alfarið verða nýtt til að hraða upp­byggingu skólamannvirkja í Varmahlíð eins og frekast er kostur. Nú var sameining samþykkt svo væntanlega má búast við upp­byggingu skóla í Varmahlíð í kjöl­farið.

Áætlað var að framlög úr Jöfn­unar­­­sjóði sveitarfélaga nemi um 728 milljónum króna ef af sam­ein­ingunni yrði. Að því er fram kom fram í tilkynningu frá sveitarfélögunum, þá var meirihluti sveitarstjórnanna jafnframt sammála um að sameiningarframlögin styrki ekki aðeins hraðari uppbygg­ingu í Varmahlíð heldur veiti þau einnig aukið svigrúm til frekari framkvæmda á Hofsósi, Sauðár­króki, Hólum, Steinsstöðum og í dreifbýli Skagafjarðar.

„Sameinað sveitarfélag allra Skagfirðinga hefur allar forsendur að vera leiðandi sveitarfélag á landsvísu með áherslu á einfalda og skilvirka stjórnsýslu með skýrum farvegi fyrir sjónarmið íbúa. Bætt búsetuskilyrði og framúrskarandi þjónusta til framtíðar verða leiðarstef nýs sveitarfélags, auk þess sem sameinaður Skagafjörður hefur sterkari rödd til að koma hagsmunum allra íbúa og atvinnulífs í Skagafirði á framfæri,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Hér má sjá teikningar af skólamannvirkjum í Varmahlíð og þær tillögur, sem liggja fyrir að breytingu og nýbyggingu leikskóla. Mynd / VA ARKITEKTAR

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...