Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Styrkjum var úthlutað í  verkefninu Betri Borgarfjörður við hátíðlega athöfn. Verkefninu lýkur um næstu áramót og var þetta því í síðasta sinn sem styrkjum var úthlutað.
Styrkjum var úthlutað í verkefninu Betri Borgarfjörður við hátíðlega athöfn. Verkefninu lýkur um næstu áramót og var þetta því í síðasta sinn sem styrkjum var úthlutað.
Mynd / Vefur Byggðastofnunar
Fréttir 25. ágúst 2021

Hyggjast hefja framleiðslu á borgfirskum bjór

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sjö milljónum króna hefur verið úthlutað úr frumkvæðissjóði Betri Borgarfjarðar til samfélagslegra verkefna. Í fyrsta sinn síðan verkefnið hófst árið 2018 sóttu fleiri konur en karlar um styrki.

Þeir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir. Þetta var fjórða og síðasta úthlutun úr þessu verkefni en því lýkur í lok þessa árs.

Alls hefur verið úthlutað tæplega 35 milljónum króna til margvíslegra verkefna á Borgarfirði eystra frá því verkefnið hófst. Verkefni sem hlutu styrki nú eru að vanda fjölbreytt. Hæsta styrkinn hlaut félagið Blábjörg ehf., samtals 1,6 milljónir króna. Eigendur Blábjarga hafa samhliða hótelrekstri og endurbyggingu gamla Kaupfélagsins á Borgarfirði stofnað KHB Brugghús og hyggja þar á framleiðslu á borgfirskum bjór. Fyrirtækið framleiðir nú þegar landa og gin við góðan orðstír.

Ýmiss konar menningar- og listaverkefni voru áberandi við úthlutun styrkjanna að þessu sinni. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...