Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hyggja á stórfellt fiskeldi á Austfjörðum
Fréttir 13. júlí 2016

Hyggja á stórfellt fiskeldi á Austfjörðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ice Fish Farm – Fiskeldi Austfjarða hf., sem stundar fiskeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, hefur sótt um leyfi til að auka framleiðslu sína í 43 þúsund tonn af eldisfiski á Austfjörðum. Fyrirtækið hyggst setja upp eldiskvíar í Seyðisfirði, Stöðvarfirði og Norðurfjarðarflóa.

Fiskeldi Austjarða hf. var stofnað sumarið 2012. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að það leggi áherslu á vistvænt fiskeldi og hafi hlotið Aqua Gap-vottun fyrir eldi og framleiðslu. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi fyrir 43 þúsund tonna fiskeldi á Austfjörðum.

Samkvæmt því sem segir á heimasíðunni hefur fyrirtækið leyfi til að framleiða 11 þúsund tonn af eldisfiski á ári en hefur sótt um leyfi til að auk framleiðsluna í 43 þúsund tonn. Í dag framleiðir fyrirtækið eldislax og sjóbirting í sjókvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði.

Eldi í þremur fjörðum

Fiskeldi Austfjarða, sem er að mestu í eigu MNH Holding í Noregi, hefur í hyggju að stunda stórfellt fiskeldi í Seyðisfirði, Stöðvarfirði og Norðurfjarðarflóa. Fiskeldi Austfjarða er helmingseigandi í Búlandstindi á Djúpavogi, sem vinnur eldisfiskinn.

Framleiðslan er send á markað í Evrópu og Bandaríkjunum með flugi frá Keflavík eða sjóleiðina með Norrænu frá Seyðisfirði til Hirtshals í Danmörku.

Aðstæður til fiskeldis góðar

Á heimasíðu Fiskeldis Austfjarða segir að aðstæður til fiskeldis við Ísland og á Austfjörðum séu einstaklega góðar frá náttúrunnar hendi. Þar segir að sjórinn sé ómengaður, hitastig sjávar fari hækkandi og sé að nálgast kjörhita fyrir eldislax. Einnig er sagt að firðirnir fyrir austan séu djúpir og opnir sem geri það að verkum að öldur og sjávarföll sjái að mestu um að skola úrgangi frá kvíunum burt og að mengunarhætta af þeirra völdum sé því lítil.

Erfðabreyttur eldislax

Eldisfiskurinn sem sótt hefur verið um leyfi fyrir er að stórum hluta erfðabreyttur norskur eldislax. Þeir sem leggja áherslu á verndum laxastofna við Ísland segja óhjákvæmilegt annað en að eldisfiskur muni sleppa úr eldi af þessari stærð og að þeir geti valdið miklum skaða á villtum stofnum við landið.
Ekki náðist í Guðmund Gíslason, stjórnarformann Ice Fish Farm – Fiskeldi Austfjarða hf., vegna vinnslu fréttarinnar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...