Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti
Mynd / BGK
Fréttir 15. október 2021

Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur frá árinu 2018 birt niðurstöður úr skimunum kjöts á markaði fyrir sjúkdómsvaldandi örverum. Nýverið var birt skýrsla fyrir síðasta ár þar sem fram kemur að hvorki salmonella né kampýlóbakter greindist í þeim sýnum sem tekin voru af kjúklingakjöti.  Salmonella fannst heldur ekki í svínakjöti.

Í sambærilegri skýrslu fyrir árið 2019 fannst kampýlóbakter í þremur sýnum af frosnu kjúklingakjöti og í einu sýni af innlendu svínakjöti. Niðurstöðurnar nú þykja benda til að forvarnir og eftirlit hafi skilað árangri í eldi og við slátrun alifugla og svína.

Meinvirknigen í um fjórðungi sýna

Tekin voru sýni af innlendu og erlendu kjöti á markaði þar sem skim­að var fyrir salmonellu í ófrosnu kjúklingakjöti og ófrosnu svínakjöti, kampýlóbakter í ófrosnu kjúklingakjöti yfir sumarmánuðina og shigatoxín myndandi E. coli (STEC/VTEC) í frosnu og ófrosnu nautgripa- og lambahakki.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að skimun á STEC bendi til að að shigatoxín myndandi E. coli bakteríur séu hluti af náttúrulegri örveruflóru nautgripa. „Meinvirknigen greindust í um fjórðungi sýna af nautakjöti og gen afbrigða (sermisgerða) O026 og O157 greindust í 12 sýnum (13,2% nautakjötsýna). Í flestum þeirra greindist einnig bindigenið eae, sem eykur sýkingarhæfni E. coli.

Meinvirknigen greindust einnig í þeim fáu sýnum sem tekin voru af lambahakki, og sermisgerðin O103 greindist í einu sýni. Ekki er hægt að draga ályktanir af svo fáum sýnum,“ segir í niðurstöðunum.

Vakta þarf STEC í kjöti

Þar kemur einnig fram að vakta þurfi reglulega STEC-bakteríur í kjöti og skerpa þurfi á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum til að minnka líkur á að STEC berist í kjötið.

„Hreinleiki gripa skiptir hér einnig máli og því þarf að koma í veg fyrir að óhreinir gripir séu fluttir í sláturhús.

Neytendur geta dregið verulega úr áhættu vegna smits frá salmonellu, kampýlóbakter eða E. coli með því að gegnumelda kjöt fyrir neyslu og koma í veg fyrir krossmengun við meðferð og geymslu matvæla. Sjúkdómsvaldandi bakteríur eru á yfirborði kjöts og drepast við steikingu/grillun á kjötstykkjum, en bakteríurnar dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað. Því er mikilvægt fyrir neytendur að forðast krosssmit við matreiðslu og gegnumsteikja hamborgara og annað hakkað kjöt, sem og kjúklinga- og svínakjöt,“ segir í niðurstöðunum.

Skylt efni: salmonella | kampýlóbakter

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f