Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Skákþrautin að þessu sinni telst í léttari kantinum og engar fórnir. Bara þvingaðir leikir.
Dc8+...og kóngurinn á bara einn reit til að fara á.
Kb6....þvingað.
Dc7+... og aftur á kóngurinn bara einn reit til að fara á.
Ka6....aftur þvingaður leikur
Ha1 mát!
Auðvitað hefði hvítur getað tekið riddarann á d7, í staðinn fyrir að máta með hróknum, en maður tekur alltaf mátið ef það er í boði.
Skákþrautin að þessu sinni telst í léttari kantinum og engar fórnir. Bara þvingaðir leikir. Dc8+...og kóngurinn á bara einn reit til að fara á. Kb6....þvingað. Dc7+... og aftur á kóngurinn bara einn reit til að fara á. Ka6....aftur þvingaður leikur Ha1 mát! Auðvitað hefði hvítur getað tekið riddarann á d7, í staðinn fyrir að máta með hróknum, en maður tekur alltaf mátið ef það er í boði.
Líf og starf 16. desember 2024

Hvítur mátar í þremur leikjum

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson vann sigur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótsins í hraðskák sem fram fór 1. desember sl. í höfuðstöðvum bankans í Reykjavík.

Helgi fékk 11,5 vinninga af 13 mögulegum og varð því Íslandsmeistari með miklum glæsibrag. Hilmir Freyr Heimisson varð annar með 11 vinninga og Stephan Briem þriðji með 9 vinninga.

Íslandsmótið í atskák fer fram laugardaginn 7. desember á Selfossi á Bankanum vinnustofu. Mótið hefst kl. 14.00 og tefldar verða níu umferðir. Tímamörk verða 10 mín. að viðbættum 3 sek. á hvern leik. Mótið er tilvalið fyrir áhugasama að taka þátt í.

Þrír Íslendingar tefla á London Chess Classic sem fram fer á Emirates vellinum, heimavelli fótboltaliðsins Arsenal. Það eru stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson, ritstjórinn Björn Þorfinnsson og Björn Hólm Birkisson. Vignir Vatnar er efstur á mótinu þegar þetta er ritað. Af þessari upptalningu sést að það er nóg um að vera í skákinni innanlands sem erlendis.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Skylt efni: Skák

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...