Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Útlitið var ágætt snemma sumars.
Útlitið var ágætt snemma sumars.
Mynd / smh
Fréttir 11. október 2021

Hvítlauksuppskeran um eitt tonn á Efri-Úlfsstöðum

Höfundur: smh

Nýr íslenskur hvítlaukur frá hvítlauksbóndanum Herði Bender á Efri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum er nú kominn í verslanir. Hann áætlar að setja um eitt tonn á markað.

Hörður segir að vorið hafi verið mjög kalt og sumarið blautt. Þá hafi illgresið verið talsvert til vandræða – sérstaklega arfinn. „Þetta tilraunasumar er hins vegar ágætis vísbending um að þetta muni virka, það þarf að huga vel að því að drena akrana og svo ræktun skjólbelta – sem ég er reyndar þegar kominn af stað með. Við gróðursettum tíu þúsund tré í sumar og stefnum á að tvöfalda þann fjölda á næsta ári.“

Kalt vor og blautt sumar

Áform voru uppi hjá Herði að selja almenningi aðgang að akrinum nú í haust, en vegna þess hversu blautur akurinn var og vegna þess að horfur voru um lakari uppskeru, hætti hann við það þetta árið. „Það liggur fyrir að eitt af þessum sex yrkjum virkaði almennilega. Ég geri ráð fyrir núna að þetta muni taka fimm ár, að gera aðstæður hér ákjósanlegar og finna hentug yrki áður en framleiðslan verður það sem kalla megi stöðug,“ segir Hörður.

Hvítlauksolíugerð úr því sem ekki fer í búðir

Sem fyrr segir mun um eitt tonn af góðum hvítlauk fara í almenna sölu. Hörður segir að minni hvítlaukurinn, sem hentar ekki á markað, verði notaður til framleiðslu á hvítlauksolíu og hann er strax kominn af stað í undirbúningsferil fyrir þá vöruþróun.

Hvítlaukurinn hér í þurrkun á Efri-Úlfsstöðum. Myndir / úr einkasafni

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...