Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hvítar ólífur er sagðar sætari á bragðið en hefðbundnar ólífur og henti því betur til átu en til olíugerðar.
Hvítar ólífur er sagðar sætari á bragðið en hefðbundnar ólífur og henti því betur til átu en til olíugerðar.
Fréttir 26. mars 2019

Hvítar ólífur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhugi á staðbundnum yrkjum er sífellt að aukast og vilji til að halda þeim við vex ár frá ári. Gamalt yrki af hvítum ólífum sem var þekkt og eftirsótt við hirðir í Evrópu á miðöldum er nú orðið eftirsótt aftur.

Í dag eru hvítar ólífur að mestu bundnar við staðbundna ræktun á eyjunni Möltu. Algengasta yrkið kallast 'bajada' og er mun sætara en venjulegar olíur og hentar því betur til átu en olíugerðar.

Talið er að hvítar ólífur hafi orðið til við stökkbreytingu þannig að aldin ólífutrjáa hafi hætt að framleiða grænukorn og ræktendur tekið greinar af þeim trjám og grætt á venjuleg ólífutré til áframræktunar.

Heimildir eru um að tré með hvítum ólífum hafi auk Möltu vaxið á Grikklandi, Ítalíu og Norður-Afríku en að þær hafi verið minni en á Möltu. Talið er að hvítar ólífur hafi borist til Möltu frá Ítalíu á miðöldum og þá hugsanlega sem skrautplanta.

Sagt er að fyrr á öldum hafi hvítar ólífur verið eftirsóttar í hirðveislum miðaldaaðalsins í Evrópu og að franskur læknir hafi haft atvinnu af því að ferðast milli halla- og klausturgarða og græða greinar af trjám sem gáfu af sér hvítar ólífur á hefðbundin ólífutré. Einnig segir sagan að olía hvítra ólífa hafi verið eftirsótt sem smurningsolía við kirkjulegar athafnir.

Uppi eru hugmyndir um að reyna ræktun á hvítum maltverskum ólífum víðar um heim, til dæmis suðurríkjum Bandaríkjanna og Nýja-Sjálandi. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...