Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hvetja bændur til ýtrustu varfærni við geymslu og meðhöndlun á áburði
Fréttir 11. mars 2022

Hvetja bændur til ýtrustu varfærni við geymslu og meðhöndlun á áburði

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Eldvarnareftirlitin hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Brunavörnum Árnessýslu hafa tekið saman höndum um að hvetja bændur til að sýna ýtrustu varfærni í meðhöndlun og geymslu á áburði. Ástæðan er m.a. að mikil eld- og sprengihætta getur verið af slíkum áburði.

Nú fer í hönd sá árstími þar sem áburður fer að berast til bænda. Benda forsvarsmenn slökkviliðanna á að geymsla á meira en 500 kg af ammoníum-nítrat áburði sé háð skriflegu samþykki slökkviliðsstjóra á hverjum stað.

Áburður er hættulegur ef eldur kemur upp

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur einnig gefið út leiðbeiningar um meðhöndlun á áburði sem finna má á vefslóðinni https://hms.is/media/8724/6073-geymsla-a-ammoniumnitrat-aburdi-utg-20.pdf. Þar segir m.a. að ammoníum-nítrat sé eldnærandi efni og það þurfi mikið vatn til kælingar á efninu og til slökkvistarfs ef eldur kemur upp. Ekki þýði að reyna að kæfa eldinn vegna þess að efnið er eldnærandi og losar sjálft súrefni. Ef eldurinn er óviðráðanlegur og í miklu magni af áburði skal rýma svæðið.
Sem dæmi um hættuna sem skapast getur ef eldur kemur upp í áburði má benda á gríðarlega sprengingu sem varð á hafnarsvæðinu í Beirút í Líbanon í ágúst 2020. Þá komst eldur í 2.750 tonn af áburði sem geymdur hafði verið við ófullnægjandi aðstæður. Fjöldi fólks lét lífið og gríðarlegt tjón varð á hafnarsvæðinu og víða um borgina vegna höggbylgju frá sprengingunni.

Halldór Ásgeirsson, Brunavarnir Árnessýslu, til vinstri og Sigurður Þór Elísson, Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar, til hægri.

Í sameiginlegu minnisblaði sem fyrrnefnd slökkvilið hafa sent frá sér er vísað til leiðbeininga HMS en þar segir:

  • Ekki ætti að geyma meira en 50 tonn af ammoníum-nítrat áburði á einum stað nema slökkviliðsstjóri hafi sérstaklega samþykkt skriflega geymslusvæðið til slíks. Slíkt svæði skal alltaf vera utandyra. Það er heimilt að geyma þetta innandyra skv. lögum 75/2000, gr. 22. og 24. Þörf er þó á brunatæknilegri hönnun.
  • Geymsla á slíkum áburði hjá bændum skal fara eftir þessum reglum eftir því sem við á.
  • Ekki skiptir það máli hvort heldur ammoníum-nítrat áburðurinn er geymdur í stórsekkjum eða í smærri pokum.
  • Fjarlægð frá húsi skal almennt ekki vera minni en 10,0 metrar.
  • Ammoníum-nítrat áburð skal ekki geyma í næsta nágrenni við íbúðarhús, skóla, sjúkrahús, samkomuhús eða aðrar slíkar byggingar. Taka skal tillit til ríkjandi vindáttar áður en staðsetning geymslusvæðis er ákveðin þannig að reykur frá bruna á svæðinu leggi ekki yfir byggð.
  • Hámarks stöflunarhæð er 6,0 metrar. Hafa skal ganga á milli stæðanna til að koma í veg fyrir að það myndist svo mikill þrýstingur við eld í stæðunum að hætta sé á að sprenging verði.
  • Undirlag skal vera óbrennan- legt, t.d. skal ekki setja sekki/smærri poka með ammoníum-nítrat áburði á svæði þar sem sinueldur getur kveikt í.
  • Umferð óviðkomandi aðila að geymslusvæðum skal bönnuð. Útisvæði skulu girt með mannheldri girðingu. Allar umbúðir um ammoníum-nítrat áburði skulu vera merktar
  • Mælst er til að raða/stafla upp sekkjum ekki nær girðingum en 2 metrar.
    Vanti bændur eða aðra um­sýslumenn áburðar frekari upplýsingar eru þeir hvattir til að hafa samband við Halldór Ásgeirsson hjá Bruna­vörnum Árnessýslu (halldor@babubabu.is) eða Sigurð Þór Elísson hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar (sigurdurte@akranes.is).
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...