Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hversu langt er síðan tekin voru jarðvegssýni hjá þér?
Á faglegum nótum 18. september 2015

Hversu langt er síðan tekin voru jarðvegssýni hjá þér?

Höfundur: Sigurður Jarlsson
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vekur athygli á breyttu fyrirkomulagi jarðvegssýnatöku. 
 
Um áraraðir hafa jarðvegssýni hér á landi verið tekin úr efstu 5 cm túna. Víða í nágrannalöndum okkar er því þannig háttað að sýni eru tekin úr efstu 10 cm túna og um 15 cm úr akurlendi. Í fyrra byrjaði RML að taka sýni með þessum hætti. Það er mat sérfræðinga að niðurstöður þessara sýna séu mun áreiðanlegri en sýna sem tekin eru úr minni dýpt. 
 
Til að fylgjast með breytingum sem kunna að verða á sýrustigi og magni plöntunærandi efna í efsta jarðvegslagi túna og akra er æskilegt að taka úr þeim jarðvegssýni á 5–8 ára fresti. 
 
Í haust mun RML bjóða upp á jarðvegssýnatöku og túlkun á niðurstöðunum eins og áður. Unnið er samkvæmt gjaldskrá en gera má ráð fyrir að kostnaður við sýnatöku, efnagreiningu og túlkun á þremur jarðvegssýnum gæti orðið um 38.500 + VSK. Ef við gerum ráð fyrir að jarðvegssýnataka sé viðhöfð á sjö ára fresti þýðir þessi liður í bússtjórninni 5500 krónur á ári sem er léttvæg upphæð í samanburði við önnur útgjöld í fóðuröflunarkostnaði meðal bús.
 
Jarðvegssýni sem ráðunautar RML taka í haust verða send til greiningar hjá Efnagreiningu ehf. á Hvanneyri. Mælt verður sýrustig og 10 stein- og snefilefni, P, K, Ca, Mg, Na, S, Fe, Cu, Mn og Zn.
Þegar niðurstöður efnagreininga liggja fyrir munu ráðunautar RML fara yfir niðurstöður þeirra og senda bændum túlkun á þeim sem mun nýtast við gerð áburðaráætlana og öðrum verkefnum er tengjast jarðræktinni. 
 
Varðandi jarðvegssýnatöku er rétt að nefna að það er óæskilegt að taka sýni þar sem búfjáráburður hefur verið borin á síðsumars eða í haust. 
 
Jarðvegssýnataka mun hefjast upp úr miðjum september. Æskilegt er að sem flestar pantanir liggi fyrir þá. Hægt er að panta rafrænt á heimasíðu rml.is, eða með því að hringja í síma 516-5000.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...