Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vexti plantna er stjórnað af hormón sem kallast auxin. Hormónin stjórna efnabreytingum í plöntum og það eru þær sem stjórna því að blöðin vaxa í áttina að birtu en ræturnar leita niður á við.
Vexti plantna er stjórnað af hormón sem kallast auxin. Hormónin stjórna efnabreytingum í plöntum og það eru þær sem stjórna því að blöðin vaxa í áttina að birtu en ræturnar leita niður á við.
Á faglegum nótum 7. maí 2021

Hvernig vita plöntur hvað snýr upp og niður?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vöxtur plantna er í grófum dráttum í tvær áttir. Í átt að ljósi til að nýta ljósið til tillífunar og í átt að miðju jarðar eða niður á við. Hópur grasafræðinga við Háskólann í München ásamt fleiri vísindamönnum hafa undanfarið unnið að rannsóknum á þessum vexti og hvað stjórnar honum.

Allir sem hafa fylgst með vexti plantna, hvort sem það er í náttúrunni eða í eldhúsglugganum, vita að blöðin leita í áttina að birtu hvort sem hún kemur frá sólinni eða rafmagnsperu. Ástæða þessa er að í blöðunum eru grænukorn sem nýta birtuna til að planta geti vaxið og dafnað. Á svipaðan hátt leita rætur plantna niður á við og sækja vatn og nauðsynleg næringarefni í jarðveginn.

Vextinum er stjórnað af hormón sem kallast auxin. Hormónin stjórna efnabreytingum í plöntum og það eru þær sem stjórna því að blöðin vaxa í áttina að birtu en ræturnar leita niður á við.

Fyrrgreindir vísindamenn hafa undanfarið verið að skoða þessi auxin og hvernig þau fara að því að beina vextinum í ákveðna átt. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að því að kanna áhrif efnisins Naptalan, Napthylphphthalic acid, á getu auxin til að stjórna vextinum. NPA hefur verið notað sem illgresiseitur bæði í löndum Evrópusambandsins og í Bandaríkjum Norður-Ameríku fyrir tvíkímblöðunga.

Dr. Ulrich Hammes, sem er í forsvari fyrir rannsóknarinnar, segir að NPA geti verulega dregið úr vexti plantna með því að hamla virkni auxina og að þannig megi nota það til að draga úr vexti illgresis sé það rétt notað. Hammes segir að rannsóknir af þessu tagi séu rétt skref í áttina að betri notkun á varnarefnum og aukinni landnýtingu í landbúnaði og öruggari matvælaframleiðslu.

Skylt efni: Grasafræði

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...