Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Hvernig gróffóður framleiðir þú
Á faglegum nótum 5. júní 2014

Hvernig gróffóður framleiðir þú

Höfundur: Berglind Ósk Óðinsdóttir

Gróffóður er mismunandi að gæðum eftir því hvar það er ræktað, hvaða tegundir eru notaðar, eftir sláttutíma og fl. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvað gróffóðrið sem á að nota næsta vetur inniheldur af próteini, orku og steinefnum til þess að geta valið það viðbótarfóður sem passar best og gefur hagkvæmustu fóðrunina.

Kostnaður við efnagreiningu gróffóðurs borgar sig mjög fljótt þegar mögulegt er að finna þá fóðursamsetningu sem hentar hverju sinni – ef stefnt er að hagkvæmri fóðrun og hámarks afurðum. Þegar gripirnir fá úr fóðrinu öll þau næringarefni sem nauðsynleg eru til framleiðslu þýðir það einfaldlega meiri og betri framleiðsla og heilbrigðari dýr. Það er jafn óhagkvæmt að offóðra eins og það er að vanfóðra skepnurnar.

Hirðingarsýni eða verkuð sýni

Það er algengt að taka hirðingarsýni en þó eru sífellt fleiri sem velja að taka verkuð sýni. Hirðingarsýni gefa okkur upplýsingar um fóðrið þegar það er hirt af velli, en verkuð sýni gefa okkur upplýsingar um fóðrið eins og það er gefið. Það á ýmislegt eftir að gerast í verkuninni sem við náum ekki höndum yfir ef tekin eru hirðingarsýni, en þetta á sérstaklega við um votheysverkun og þegar rúllur eru með lægra þurrefnisinnihald en 50-60%.

Þegar tekin eru verkuð sýni þarf fóðrið að hafa legið í stæðu eða rúllu í 4-6 vikur. Því er mikilvægt að skipuleggja sýnatökuna strax þegar fóðrinu er keyrt heim. Þá er hægt að taka frá þær rúllur sem nota á í sýnatökuna og hafa til hliðar en það auðveldar allt aðgengi að þeim og minnkar príl í rúllustæðum. Þær eru svo gataðar að 4-6 vikum liðnum og gefnar í kjölfarið. Við sýnatökuna er gott að miða við að hafa a.m.k. 2-3 rúllur/bagga í hvert sýni og gott að miða við að senda eitt sýni úr hverri stæðu.

Hversu mörg sýni þarf að efnagreina?

Það er nauðsynlegt að senda inn sýni sem gefa sem besta yfirsýn yfir það fóður sem er til fóðrunar komandi vetur.
Það er ekki nauðsynlegt að taka sýni úr öllum túnum en góð regla er að senda sýni úr annars vegar fyrri slætti (hugsanlega flokka í nýræktir og gömul tún) og annað úr seinni slætti. Þá er rétt að senda verkað sýni úr grænfóðri og ef eitthvað sérstakt einkennir hluta fóðursins sem er til á bænum.

Hafðu samband

Ráðunautar RML geta hjálpað til við skipulag sýnatökunnar. Hafi bændur spurningar eða vangaveltur um hversu mörg sýni henti hverju sinni er auðvelt að taka upp símann eða senda tölvupóst á fóðurráðunaut sem kemur með góð ráð. Eins geta bændur pantað sýnatöku á heimasíðu RML.

Það er mjög til bóta ef búið er að skipuleggja sýnatökuna áður en rúllum er keyrt heim. Seinna í sumar fara ráðunautar um sveitir landsins og taka sýni hjá þeim sem þess hafa óskað og senda til efnagreininga hvort heldur sem er til Landbúnaðarháskólans eða BLGG í Hollandi, allt eftir því sem bóndinn óskar.
Upplýsingar um verð á sýnatöku og efnagreiningum eru að finna á heimasíðunni rml.is

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f