Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hverjir vinna til Embluverðlaunanna?
Fréttir 24. ágúst 2017

Hverjir vinna til Embluverðlaunanna?

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Embluverðlaunin, samnorræn matarverðlaun, verða afhent síðar í dag í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn. Athöfnin er haldin í tengslum við matarhátíðina Copenhagen Cooking og stóra ráðstefnu á vegum danska landbúnaðarráðuneytisins, “Better food for more people”.

Með Embluverðlaununum er ætlunin að upphefja norrænar matarhefðir og þann menningararf sem Norðurlandaþjóðirnar búa að. Jafnframt að beina kastljósinu að þeim framleiðendum sem skara fram úr, stunda nýsköpun eða eru brautryðjendur í sínu fagi.

Embluverðlaunin eru samstarfsverkefni allra bændasamtaka Norðurlandanna sem eru í NBC, samtökum norrænna bændasamtaka. Að auki taka Færeyingar þátt og Álandseyjar hafa jafnframt sína fulltrúa í keppninni. Norræna ráðherranefndin er einn af bakhjörlum Embluverðlaunanna.

Alls er keppt í sjö flokkum og Ísland sendi eftirfarandi tilnefningar í þá alla:

Mat fyrir börn og ungmenni 2017
Vakandi

Mataráfangastaður Norðurlanda 2017
Siglufjörður

Matarfrumkvöðull Norðurlanda 2017
Pure Natura

Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2017
Saltverk

Kynningarherferð / Matarblaðamaður Norðurlanda 2017
Icelandic Lamb

Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir marga 2017
Eldum rétt

Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2017
Friðheimar

Dómnefndir voru að störfum í gærdag en hver þjóð lagði til þrjá dómara. Fyrir Íslands hönd sátu í dómnefnd Guðrún Tryggadóttir bóndi í Svartárkoti, Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari í Hörpu og Brynja Laxdal framkvæmdastjóri Matarauðs Íslands.

Seinnipartinn í dag kemur í ljós hverjir vinna til verðlauna en verðlaunaafhendingin fer fram í ráðhúsinu í Kaupmannahöfn að viðstöddu fjölmenni, meðal annars ráðherrum, borgarstjóra Kaupmannahafnar og Marie prinsessu. Formenn norrænu bændasamtakanna og flestir þeir sem tilnendir eru verða einnig við athöfnina.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...