Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir ásamt Ragnhildi Helgu Jónsdóttur, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir ásamt Ragnhildi Helgu Jónsdóttur, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Mynd / Rósa Björk - LbhÍ
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi riðuveiki í sauðfé á Íslandi árið 2032 og að sjúkdómnum hafi verið útrýmt í landinu árið 2044.

Þetta kom fram á fagfundi sauðfjárræktarinnar á Hvanneyri 21. mars þar sem Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, kynnti gerð landsáætlunar um útrýmingu á riðuveiki í sauðfé. Áætlað er að vinnunni verði lokið í maí.

Með áætluninni er stefnt að því að á árinu 2028 verði litlar líkur á að upp komi riðuveiki á Íslandi, að árið 2032 séu hverfandi líkur á að veikin komi upp – og það sé viðurkennt af Evrópusambandinu – og loks að árið 2044 sé stefnt að því að riðuveiki hafi verið útrýmt.

Þessum markmiðum verði náð með ræktun, vörnum, vöktun og viðbrögðum.

Í áætluninni er gert ráð fyrir því að horfið sé frá því að kvaðir og höft séu sett jafnt á alla bæi í varnarhólfi, heldur frekar á einstaka bæi og þeim aflétt í takti við framvindu ræktunar hvers og eins. Riðubæir verði skilgreindir í tvö til sjö ár, eftir framvindu í ræktun á nýjum stofni. Einnig verði skilgreindir áhættubæir, sem eru í mikilli áhættu, og aðrir bæir í áhættuhólfi sem eru í minni áhættu. Aflétting hafta verði jafnt og þétt samhliða ræktun. Gert er ráð fyrir að varnarhólfum verði fækkað.

Skýrsla sérfræðingahóps um riðu var gefin út 1. nóvember á síðasta ári og byggir landsáætlunin á því starfi, sem matvælaráðuneytið, Bændasamtök Íslands og Matvælastofnun standa sameiginlega að. Í kjölfar skýrslunnar var farið að beita niðurskurði í hjörðum þar sem riða kemur upp, í samræmi við tillögur sérfræðingahópsins. Til að mynda hefur bændum verið gefinn kostur á að hlífa kindum við niðurskurði sem eru með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir gegn riðusmiti.

Í máli Sigurborgar kom fram að hún væri í leyfi frá daglegum störfum yfirdýralæknis í nokkra mánuði til að geta sinnt smíði þessarar landsáætlunar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...