Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í fyrsta sinn í Íslandssögunni.

„Í kynbótaverkefninu ætlum við að fara að byrja á hveitikynbótum sem aldrei hafa verið stundaðar á Íslandi,“ segir Hrannar S. Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt LbhÍ, en Hrannar fer einnig fyrir plöntukynbótaverkefninu Völu sem styrkt er af MAR.

„Það er hvorki til hveitistofn né íslensk hveitiyrki. Við erum að byrja frá grunni. Því fórum við á fund með Norræna genabankanum og báðum þau um að opna vetrarhveitisafn sitt og senda okkur sýni af hverri einustu vetrarhveitiarfgerð sem þau eiga. Það var gríðarlega stór aðgerð fyrir bankann,“ segir hann.

Að sögn Hrannars eru gerðirnar rétt tæplega þúsund talsins. Þeim var sáð í Gunnarsholti í haust. Nú verður því unnt að leita að erfðabreytileika fyrir flýti og vetrarþoli. „Þetta ætlum við svo að gera í nokkur ár og safna gögnum um þessa eiginleika,“ heldur Hrannar áfram. „Síðan ætlum við líka að erfðagreina allt þetta hveiti til að fá gott mat á erfðabreytileikum safnsins. Það er óhætt að segja að þetta er verkefni sem er að vekja talsvert mikla athygli á Norðurlöndum og mögulegt að fleiri rannsóknastofnanir og kynbótafyrirtæki hafi áhuga á að taka þátt í þessu. Þetta safn Norræna genabankans hefur aldrei verið metið með þessum hætti áður, þ.e. sáð út saman og rannsakað. Við þetta má bæta að þetta er með stærstu verkefnum sem hafa það að markmiði að aðlaga vetrarhveiti að svo norðlægum aðstæðum,“ segir hann.

Vetrarhveiti er notað sem fóður fyrir búfé. Eftirspurn eftir hveiti í fóðurgerð á Íslandi hefur verið að vaxa talsvert. Hrannar segir að með öllum fyrirhuguðum landeldisáætlunum þá gæti eftirspurnin eftir hveiti tvöfaldast hér á landi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...