Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hveiti var framleitt á 35,5 milljónum hektara í Bandaríkjunum í fyrra.
Hveiti var framleitt á 35,5 milljónum hektara í Bandaríkjunum í fyrra.
Mynd / Darla Hueske
Utan úr heimi 8. maí 2024

Hveitiframleiðendum fækkar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjölda hveitiframleiðenda í Bandaríkjunum hefur fækkað um 40% á tuttugu árum samkvæmt upplýsingum frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu.

Árið 2002 var heildarfjöldi hveitiframleiðenda 169.528 talsins en voru orðnir 97.014 árið 2022. Á sama tíma hefur framleiðslan minnkað ár frá ári og hektarafjöldi ræktunarsvæða jafnframt dregist saman. Framleitt var á 56 milljónum hektara árið 2008-2009 en hektarafjöldinn var kominn niður í 35,5 milljónir árið 2022-2023.

Fram kemur í frétt miðilsins Successful Farming að ástæður samdráttar í hveitiframleiðslu séu m.a. raktar til minni notkunar hveitis í skiptiræktun sem eru að verða undir gagnvart verðmætari afurðum svo sem maís og soja.

Þannig hefur arðbærni maíss tvöfaldast á milli áranna 2017 og 2022 á meðan hún óx aðeins um rúma tvo dollara að raunvirði í hveitiframleiðslu.

Flestir hveitiframleiðendur eru staðsettir í Kansas-ríki, Norður-Dakóta og Ohio.

Skylt efni: hveitiframleiðsla

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...