Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hreindýraveiðar fara rólega af stað en tíðin hefur verið ágæt og dýrin eru væn. Hér ganga hreindýr á Snæfellsöræfum.
Hreindýraveiðar fara rólega af stað en tíðin hefur verið ágæt og dýrin eru væn. Hér ganga hreindýr á Snæfellsöræfum.
Mynd / Ásmundur Máni
Fréttir 15. ágúst 2025

Hvatt til tarfaveiða í fyrra fallinu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á milli 12 og 15% veiðikvóta hreindýra hefur nú verið nýttur. Veiðitímabil tarfa stendur til 15. september en kúa til 20. september.

Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur á stjórnunar- og verndarsviði Náttúruverndarstofnunar, segir veiðar ganga ágætlega. „Dýrin hafa haldið sig hátt til fjalla vegna hitanna sem verið hafa,“ útskýrir hann. Dýrin séu mjög væn eftir góða tíð í vor og sumar. Tarfar séu komnir lengra en oft áður í hornavexti og fitusöfnun.

Kvótinn sá minnsti í rúm 20 ár

Miðað við tölur frá fyrri hluta ágúst má ætla að veitt hafi verið upp í innan við 15% hreindýraveiðikvóta ársins, enn sem komið er. Svæði 6, þ.e. hluti Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps og Múlaþings, er eina svæðið þar sem um helmingur tarfa hefur þegar verið veiddur. Veiðitímabilinu er þó hvergi nærri lokið.

„Menn eru seinir af stað til veiða eins og áður. Flestir veiða eftir 20. ágúst og til loka. Að þessu sinni á að veiða fleiri tarfa en kýr sem er óvenjulegt og kvótinn sá minnsti í rúm 20 ár,“ segir Jóhann um ganginn í veiðunum.

Tarfar missa bragðgæði

Hann hvetur veiðimenn til að geyma ekki að veiða tarfana fram í september þar sem þeir gætu farið snemma í fengitímaundirbúning og verði þá ekki bragðgóðir.

Í ár má veiða allt að 665 hreindýr, 265 kýr og 400 tarfa. Sem fyrr er alls óheimilt að veiða kálfa. Á tímabilinu 1. nóvember til og með 20. nóvember eru veiðar á kúm heimilaðar á svæði níu skv. veiðileyfi og er það á Mýrum og í Suðursveit.

Í fyrra nam hreindýraveiðikvótinn 800 dýrum og var þá sá minnsti um margra ára skeið.

Skylt efni: hreindýraveiðar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f