Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sólheimatungu og formaður Samtaka ungra bænda, brá á leik við afhendingu hvatningarverðlaunanna og tók eitt „snappchat“ í tilefni dagsins.
Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sólheimatungu og formaður Samtaka ungra bænda, brá á leik við afhendingu hvatningarverðlaunanna og tók eitt „snappchat“ í tilefni dagsins.
Mynd / HKr
Fréttir 18. mars 2016

Hvatningarverðlaun BÍ afhent í fyrsta skiptið

Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, afhenti hvatningarverðlaun Bændasamtaka Íslands, sem nú voru veitt í fyrsta sinn við setningu búnaðarþings. 
 
Hvatningarverðlaunin hlaut annars vegar Hlédís Sveinsdóttir, sem hefur um árabil stuðlað að margvíslegu frumkvöðlastarfi sem hefur nýst landbúnaðinum til góðs. 
 
Hlédís er fædd og uppalin að Fossi í Staðarsveit á Snæfellsnesi og eftir að hafa lokið námi við Háskólann á Bifröst stofnaði hún fyrirtækið kindur.is, þar sem fólki gafst kostur á því að eignast kindur, fylgjast með lífi þeirra og njóta afurða þeirra. Hlédís var í nokkur ár formaður samtakanna Beint frá býli og lagði með því sitt af mörkum við að tengja neytendur og bændur betur saman. Hún átti og rak ísbúðina „Ísland“ sem seldi heimaframleiddan mjólkurís. Þá hefur hún ásamt fleirum unnið brautryðjendastarf við uppsetningu og rekstur matarmarkaða þar sem fjölbreyttar vörur bænda eru á boðstólum.  
 
Þá hlutu Samtök ungra bænda hvatningarverðlaunin fyrir verkefnið „Ungur bóndi á Snapchat“. Snemma á síðasta ári stofnuðu Samtök ungra bænda aðgang á samfélagsmiðlinum Snapchat undir heitinu „Ungur bóndi“. Þar birtast stutt myndskeið sem tekin eru upp við ýmsar aðstæður. Meginmarkmiðið var að gefa öðrum bændum færi á að fylgjast með því sem ungir bændur væru að bardúsa við frá degi til dags. Daglega fylgjast 3–4.000 manns með því sem fram fer á snappinu. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f