Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hvatning til kvenna í landbúnaði
Fréttir 22. desember 2022

Hvatning til kvenna í landbúnaði

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Nýsköpunarverðlaun fyrir konur í landbúnaði í Evrópusambandinu fóru fyrst fram árið 2010 en þeim var ætlað að varpa ljósi á hundruð nýsköpunarverkefna sem unnin eru á hverju ári í Evrópu af konum í landbúnaði.

Evrópusamtök bænda, Copa Cogeca, halda utan um verðlaunin en á næsta ári verða þau veitt í sjöunda sinn og hefur nú verið opnað fyrir skráningu á heimasíðunni womenfarmersaward.eu

Yfirskrift verðlaunanna í ár er; „Hún getur ekki verið það ef hún sér það ekki!“ og er einnig ætlað að hvetja fleiri konur til að taka þátt í landbúnaði. Framtíðarsýn fyrir dreifbýli verður í fararbroddi í tengslum við verðlaunin. Vilja Copa Cogeca viðurkenna starfið sem konur hafa frumkvæði að á landsbyggðinni og jákvæð áhrif þeirra þvert á efnahagslega, félagslega og umhverfislega þætti á nærsamfélag sitt.

Haft var eftir Lotta Folkesson, einum aðstandenda verðlaunanna hjá Copa, að markmið þeirra sé tvíþætt; annars vegar að skapa vettvang til að varpa ljósi á hvernig konur taka þátt í landbúnaðargeiranum, hvort sem þær eru bændur, verkfræðingar eða vísindamenn. Hins vegar snúast verðlaunin um að skapa fyrirmyndir og hvetja fleiri konur til að velja sér starfsframa í landbúnaði. Frestur til að skila inn tillögum að verðlaunahöfum er til 31. mars 2023 en verðlaunaathöfnin fer fram í október á næsta ári.

Skylt efni: konur í landbúnaði

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...