Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hvatning til að flýta fengitíma
Mynd / BBL
Fréttir 9. nóvember 2016

Hvatning til að flýta fengitíma

Höfundur: TB

Sláturfélag Suðurlands hefur birt sláturáætlun og verðhlutföll fyrir kindakjöt vegna ársins 2017. Upplýsingarnar eru settar fram fyrr en áður hefur tíðkast. Að sögn forsvarsmanna SS er það gert til þess að bændur geti flýtt fengitíma ef þeir telja sér hagstætt að slátra fyrr en áður. Með því að flýta slátrun og útvega þannig nýtt dilkakjöt á markaðinn í byrjun september geta bændur vænst allt að 20% hærra verðs fyrir sínar afurðir.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að sú breyting verði gerð að samfelld slátrun hefst tveimur dögum fyrr en áður og sláturtími í nóvember verði styttur. Áætlað er að slátrun hefjist 6. september og að engir sláturdagar verði þar á undan. Slátrun í október er einnig aukin. Breytingar verða á verðhlutföllum sem byggja á reynslu þessa hausts og þau gilda aðeins um innlegg sem eru innan gæðastýringar.

Svokölluð þjónustuslátrun verður 29. nóvember en hún er ætluð fyrir það fé sem bændur flokka frá, síðgotunga og eftirheimtur en ekki fyrir almenna slátrun. Greitt verður 85% af lægsta verði haustsins fyrir innlegg í þjónustuslátrun.

Verðið sjálft verður ákveðið þegar nær dregur hausti líkt og tíðkast hefur.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f