Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Frá skákfyrirlestri hjá Taflfélagi Garðabæjar
Frá skákfyrirlestri hjá Taflfélagi Garðabæjar
Líf og starf 10. september 2025

Hvar á að byrja í skákinni?

Höfundur: Gauti Páll Jónsson

Gefum okkur að þú, lesandi góður, sért fullorðinn og hafir einhvern smá áhuga á skák. Hafir jafnvel teflt á netinu eins og þriðjungur Íslendinga. Hvar á maður að byrja? Hvernig er best að snúa sér í þessu? Í þessum pistli verður því svarað, en skákin er ein þeirra áhugamála sem krefst ekki mikillar kunnáttu eða færni til að mæta til leiks. Öllum sem kunna mannganginn er velkomið að mæta og tefla!

Hvað sérstaka kennslu fyrir fullorðna varðar þá hefur það verið margreynt af félögunum og Skákskólanum en ekki orðið að föstum lið hjá skákhreyfingunni. Aðgengi að upplýsingum, bókum, kennsluefni og myndböndum á netinu er endalaust. Fólki fer mikið fram á því að vinna í skákinni heima hjá sér, eða stúdera skák sem er einhverra hluta vegna ráðandi frasi yfir það að stunda skákrannsóknir. Þetta getur verið einmanaleg vinna, þó árangurinn geti verið talsverður ef fólk leggur hart að sér og einbeitir sér.

Eftir að grunnfærni er náð, er manni ekkert að vanbúnaði. Bara mæta á mót! Á höfuðborgarsvæðinu hafa þessi félög opin mót: Taflfélag Reykjavíkur, atskákmót á þriðjudögum og hraðskákmót á fimmtudögum kl. 19.30. Skráning á staðnum, þátttökugjald 1.000 krónur en afslættir fyrir félagsmenn og börn. Hjá Skákdeild KR eru hraðskákmót klukkan 19.30 á mánudögum og 10.30 á laugardagsmorgnum. Þátttökugjald er 500 krónur. Yfir vetrartímann eru síðan mót á mánudögum klukkan 19.30 hjá Taflfélagi Garðabæjar, í íþróttahúsinu Miðgarði. Frítt inn á mótin, og mánaðarlegir fyrirlestrar áður en taflmennskan hefst! Mótin hjá TR og TG eru reiknuð til alþjóðlegra stiga en ekki hjá KR. Á skákmótum er mikilvægt að slökkva á símanum og hafa þögn á meðan teflt er og á það við um alla skákviðburði. Fyrir þá sem eru 60 ára og eldri má síðan mæla með Æsi, skákklúbbi eldri borgara, sem er klukkan 13.00 á þriðjudögum í Stangarhyl, og Korpúlfum klukkan 13.00 á fimmtudögum í Borgum, Spönginni. Æsir, Korpúlfar og TG taka sumarfrí en byrja aftur í september. Mót TR og KR eru allt árið.

Mæting er bæting!

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...