Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Magnús Magnússon náði öðru sætinu í traktorafiminni eftir að hafa farið brautina af miklum krafti. Svo mikið afl lagði hann í verkefnið að lensan sem var verkfæri keppenda í brautinni, kubbaðist í sundur þegar hann sló netakúlu af staur.
Magnús Magnússon náði öðru sætinu í traktorafiminni eftir að hafa farið brautina af miklum krafti. Svo mikið afl lagði hann í verkefnið að lensan sem var verkfæri keppenda í brautinni, kubbaðist í sundur þegar hann sló netakúlu af staur.
Líf og starf 23. júlí 2019

Hvanneyrarhátíðið 2019

Höfundur: Hörður Kristinsson

Hvanneyrarhátið 2019 var haldin í einstakri veðurblíðu, glampandi sól og hita fyrr í mánuðinum. Mikið fjölmenni mætti á hátíðina m.a. til að skoða fjölda gamalla dráttarvéla sem hagleiksmenn hafa gert upp af mikilli alúð. 

Var hátíðin nú líka tileikuð því að 70 ár eru liðin frá því fyrsta Ferguson dráttarvélin kom til landsins. Hafði Fergusonfélagið veg og vanda af því að koma fjölda véla á sýninguna og reyndar vélum af fleiri gerðum en Ferguson.

Fjóla Benediktsdóttir var sigurvegari í kvennaflokki og hreppti þar í raun öll sæti með stæl þar sem engin önnur kynsystir hennar mætti til keppni. 

Hápunktur dagsins var án efa keppni í trakorafimi þar sem tólf keppendur sýndu hæfni sína. Fólst keppnin í því að hverjum keppanda var fenginn lensa í hendur sem þeir áttu síðan að nota til að taka upp netahringi á fullri ferð sem hengdir voru á staura og skila þeim í tunnu. Síðan áttu þeir að sýna hæfni sína í að aka eftir planka og slá svo netakúlur af staurum. Gekk þetta greiðlega fyrir sig í byrjun en þegar keppandi númer tvö fór í brautina, Magnús  Magnússon, var greinilegt að hann ætlaði sér sigur og að taka þetta með handafli ef ekki dygði annað til. Fór svo á síðustu tveim póstunum að aflið var svo mikið að lensan, sem var reyndar  búin til úr ósköp venjulegu kústskafti, kubbaðist í sundur í tvígang við mikinn fögnuð áhorfenda. Fyrir þetta hlaut Magnús refsistig sem útilokaði hann frá fyrsta sætinu. Þá var honum afhentur járnkarl í refsiskyni og gert að halda á honum meðan keppnin stóð yfir. Í lok kepnninar mætti Massey Ferguson af nýjustu gerð og sýndi 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...