Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ungir sem aldnir koma saman og taka til hendinni í Frúargarðinum. Staðarbúar komu saman í júní og lyftu grettistaki í garðinum og fögnuðu – í kjölfarið –með götugrilli í Skemmunni kaffihúsi.
Ungir sem aldnir koma saman og taka til hendinni í Frúargarðinum. Staðarbúar komu saman í júní og lyftu grettistaki í garðinum og fögnuðu – í kjölfarið –með götugrilli í Skemmunni kaffihúsi.
Menning 10. ágúst 2023

Hvanneyrarhátíð

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ærið verður um að vera á Hvanneyri aðra helgina í ágúst, en laugar- daginn þann tólfta verður hin sívinsæla Hvanneyrarhátíð haldin á milli kl. 13–17.

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskólans, mun setja hátíðina kl. 13.30 á kirkjutröppunum en í kirkjunni má hlýða á ljúfa tóna yfir daginn. Þar munu Reynir del Norte, einn helsti fulltrúi spænsks gítarleiks á Íslandi, og Þórarinn Torfi, gítarleikari og söngvaskáld , flytja nokkur lög hvor.

Landbúnaðarsafn Íslands býður gestum að líta við án endurgjalds og verða gamlar dráttarvélar og annað áhugavert til sýnis fyrir utan. Einnig verður boðið upp á andlitsmálun og geta ungir sem aldnir tekið þátt í leikjum og sprelli á vegum Ungmennafélagsins Íslendings. Keppt verður í dráttarvélaakstri eins og vani er, merk saga Frúargarðsins verður sögð auk þess sem gestir geta séð sýninguna „Konur í landbúnaði í 100 ár“ á lofti Halldórsfjóss. Hægt verður að gæða sér á veitingum í Skemmunni kaffihúsi og Kvenfélagið 19. júní verður einnig með veitingasölu. Þá verður markaður í hlöðunni með handverk og góðgæti beint frá býli og opið fjós hjá Hvanneyrarbúinu sem gaman er að heimsækja. Þá sýnir Álfheiður Marinósdóttir, kennslustjóri LbhÍ, býflugnabúin sín og hægt verður að horfa á gömul myndbrot í sögu og viðburðum frá Hvanneyri.

Dagskránni lýkur kl. 17 en kl. 20 verður brekkusöngur á kirkjuhólnum ef veður leyfir, annars þenja gestir og gangandi raddbönd sín í hlöðu Halldórsfjóss. Fyrir sundglaða má minna á að Hreppslaug er opin til klukkan 22.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...