Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hvanná 2
Bóndinn 6. apríl 2017

Hvanná 2

„Við keyptum jörðina sumarið 2016 og fluttum inn á Þorláksmessu. Við vorum með jörðina á leigu frá 2012 til vorsins 2016. Tókum við sauðfjárbúinu 2012 ásamt að leigja jörðina þar til við keyptum hana. 
 
Amma og afi hans Agnars voru ábúendur á undan okkur en Agnar er frá bænum Hofteigi sem er næsti bær við Hvanná 2. Agnar er því Jökuldælingur, fæddur og uppalinn í Jökuldal. Hann er einnig sjálfstæður verktaki, sinnir áburðardreifingu fyrir bændur á Austurlandi og hefur í samstarfi við föður sinn séð um að binda rúllur fyrir bændur í Jökuldal.
 
Sjálf er ég fædd og uppalin á Selfossi og hafði verið mikið í sveit sem barn og unglingur,“ segir Lilja Björnsdóttir á Hvanná 2.
 
Býli:  Hvanná 2.
 
Staðsett í sveit: Jökuldal (Fljótsdalshérað). 
 
Ábúendur: Agnar Benediktsson og Lilja Björnsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 2 fullorðnir, hundurinn Tóta og kanínan Bella.
 
Stærð jarðar?  43 ha ræktað land.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 570 ær, 20 hrútar, 4 hestar, 1 hundur og 1 kanína.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Við gefum morgungjöfina saman, svo er farið í önnur tilfallandi verk á milli gjafa. 
Lilja er í háskólanámi og reynir að sinna því á milli gjafa þegar ekki eru erfið verk sem þarf að vinna úti. Einnig reynum við að stíla á að gefa kvöldgjöfina saman en það er ekki alltaf heilagt. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Agnar: Það er allt skemmtilegt. Miskrefjandi eftir árstíðum. Það eru ekki til nein leiðinleg verk í sveitinni. 
Lilja: Sauðburður, fjárat á haustin og heyskapur er skemmtilegast. Leiðinlegast er að þrífa og bóna bíla og tæki. 
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sem blómlegasta þrátt fyrir krefjandi verkefni næstu ára. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Okkar skoðun er sú að félagsmálakerfið er of stórt, of mörg félög sem okkur finnst vera stefna að sömu markmiðum og endar yfirleitt á sama fólkinu í sveitunum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Maður vill vera bjartsýnn. Vonandi vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Að lambakjöt verði ekki selt sem einn flokkur eins og er í dag. 
 
Að hafa upprunamerkingar í kjöti. Markaðssetja kjötið sem gæðavöru eins og kjötið er.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Grænmetissósa fyrir Agnar og Pepsi Max fyrir Lilju.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steiktir súpukjötsbitar af veturgamalli rollu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Lilja getur verið óheppin á haustin og ætti helst ekki að vera í kringum hesta eða fjórhjól. Hefur tvisvar rifið sig úr axlarlið við að keyra fjórhjól og náði að afreka eitt haustið að velta smalahestinum sínum ofan í gjótu. Síðasta haust var hún mestmegnis á bíl eða gangandi og hefur ekki slasað sig við þá iðju ennþá.
 
 
 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...