Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Sláturhúsin á Hvammstanga og Sauðárkrók geta tekið við hlut SAH Afurða á Blönduósi í sauðfjárslátruninni næsta haust.
Sláturhúsin á Hvammstanga og Sauðárkrók geta tekið við hlut SAH Afurða á Blönduósi í sauðfjárslátruninni næsta haust.
Mynd / Bbl
Fréttir 3. júní 2025

Hvammstangi og Sauðárkrókur geta tekið við hlut Blönduóss

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ekki er enn fullbókað í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga fyrir næstu sláturtíð. Á Sauðárkróki er enn nægt pláss fyrir nýja viðskiptavini.

Ekki verður slátrað hjá SAH Afurðum á Blönduósi í næstu sláturtíð. Sláturhúsinu þar verður lokað á næstu dögum, en um 70 þúsund dilkum var slátrað þar síðasta haust. Sláturhúsið er í eigu Kjarnafæði Norðlenska.

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, sem á helmingshlut i Sláturhúsi KVH, segir að Hvammstangi og Sauðárkrókur ættu vel að ráða við þá aukningu sem hugsanlega verður hjá þessum sláturhúsum með brotthvarfi SAH Afurða.

Þórunn Ýr Elíasdóttir, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, sem á hinn helminginn í Sláturhúsi KVH, segir að ekki sé farið að vísa sauðfjárbændum úr Húnavatnssýslum frá vegna slátrunar í haust. „Við tökum enn við pöntunum og erum með biðlista, en þetta skýrist betur þegar farið verður að raða niður á sláturdaga. Mér skilst að Vestur-Húnvetningar, sem venjulega leggja inn hjá okkur, og einhverjir sem voru hjá okkur áður en færðu sig annað, séu komnir til baka ásamt fleiri nýjum innleggjendum. Þessi tvö hús eiga alveg að geta annað þessu.“

SS auglýsti eftir innleggjendum

Orðrómur er um að einhverjir sauðfjárbændur í Húnavatnssýslum ætluðu að fara með sína sláturgripi suður á Selfoss í haust til Sláturfélags Suðurlands (SS). Steinþór Skúlason játar því að hafa fengið nokkrar fyrirspurnir úr Húnavatnssýslum. „SS er svæðisbundið samvinnufélag og því teljum við okkur hafa skyldur gagnvart bændum innan félagssvæðis umfram aðra. Við auglýstum um daginn eftir innleggjendum sem hefðu áhuga á að koma í ný viðskipti í haust. Nokkur þúsund skiluðu sér en við eigum von á meiru er líður að slátrun og þrengsli fyrir norðan koma í ljós. Í heild teljum við að um 50 þúsund fjár hafi farið hvert haust af okkar félagssvæði til slátrunar norður á liðnum árum en ljóst að við getum ekki tekið við því öllu aftur.

Ef við förum út fyrir félagssvæðið þá verður það að byggja á einhverri stefnu. Við getum ekki sótt hingað og þangað eftir því hver hringir,“ segir Steinþór enn fremur og telur ekki ólíklegt að Hrútafjörður, sem liggur næst þeirra svæði, væri næstur ef opnað verði á að sækja lengra. „Í þessu tilliti verður að horfa til dýravelferðar, kolefnisspors og umferðar um þjóðveginn,“ bætir hann við.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...