Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hvað er sýklalyfjaónæmi?
Fréttir 2. nóvember 2015

Hvað er sýklalyfjaónæmi?

Skýringarmyndin hér að ofan sýnir hvernig bakteríur geta borist frá dýrum og á matardisk neytenda. 
 
Dýrum eru gefin sýklalyf sem drepa flestar bakteríur. Ónæmar bakteríur lifa hins vegar af og geta gert mikinn óskunda. Þær geta borist beint í dýraafurðir eins og t.d. kjöt. Ef ónæmar bakteríur berast í grunnvatn eða jarðveg er hætta á að gróður verði fyrir mengun. Matvæli geta líka smitast á menguðu yfirborði, eins og skurðarbrettum. Bakteríur geta auðveldlega borist með búfjárúrgangi. 
 
Sýklalyf eru lyf sem geta eytt eða hindrað útbreiðslu baktería til að lækna sýkingar í fólki, dýrum og stundum einnig plöntum. Sýklalyf eru lyf sem nota á við sýkingum af völdum baktería. Ekki eru öll sýklalyf virk gegn öllum bakteríum. Til eru yfir 15 mismunandi flokkar sýklalyfja sem eru ólíkir hver öðrum að efnafræðilegri byggingu og virkni gegn bakteríum. Sýklalyf geta virkað gegn aðeins einni tegund baktería eða mörgum. 
 
 
Bakteríur teljast ónæmar gegn sýklalyfjum þegar ákveðin sýklalyf geta ekki lengur eytt þeim eða hindrað útbreiðslu þeirra. Sumar bakteríur búa yfir náttúrulegu ónæmi gegn ákveðnum sýklalyfjum (innra eða eðlislægu ónæmi). Það sem er meira áhyggjuefni er þegar sumar bakteríur sem sýklalyf hafa venjulega áhrif á byggja upp ónæmi vegna erfðafræðilegra breytinga (áunnið ónæmi). Ónæmar bakteríur þrífast þá þrátt fyrir inngjöf sýklalyfja og halda áfram að fjölga sér og valda þannig lengri veikindum eða jafnvel dauða. Sýkingar af völdum ónæmra sýkla geta útheimt meiri umönnun og einnig önnur og dýrari  sýklalyf sem geta haft í för með sér alvarlegri aukaverkanir.
 
Heimild: Sóttvarnastofnun ESB, ECDC
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...