Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Árni Bragason landgræðslustjóri.
Árni Bragason landgræðslustjóri.
Fréttir 11. apríl 2019

Hvað er sjálfbær landnýting?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þung orð hafa fallið í garð Árna Bragasonar landgræðslustjóra í kjölfar erindis sem hann flutti á fagráðstefnu Skógræktar sem haldin var á Hallormsstað dagana 3. og 4. apríl síðastliðinn. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál.

Árni segir að erindi sitt, sem sjá má upptöku af á netinu, sé orðið tilefni skrifa og viðtals og einnig var blásið til fundar sauðfjárbænda í Bláskógabyggð vegna ummæla hans um ástand afréttar Biskupstungna.

Einungis 15,3% af afréttar-­landinu flokkast sem ágætt, gott eða sæmilegt

„Bændur fjölmenntu á kynningarfund Grólindarverkefnisins (www.grolind.is) í Brautarholti á Skeiðum og þar var undirrituðum afhent yfirlýsing og þung orð fylgdu.

Eins og heyra má í erindi mínu er umfjöllunin fyrirhuguð setning reglugerðar um sjálfbæra landnýtingu. Meðfylgjandi er vinnukort frá árinu 2014 sem ég notaði í erindi mínu og sýnir það að einungis 15,3 % af afréttarlandinu fellur í ástandsflokkinn „Ágætt, gott eða sæmilegt“ og „uppgræðslusvæði“ er 2,5%. Ég velti upp þeirri spurningu hvort beit á landi sem flokkast eins og Biskupstungnaafréttur þ.e. með minna en 20% í flokkum 0-2 verði metið sem sjálfbær landnýting.

Landgræðslufélagið í Biskups­tungum er eitt öflugasta landgræðslufélag landsins og þar hefur verið unnið mjög gott starf. Miklir fjármunir hafa farið í aðgerðir á undanförnum áratugum en því miður er enn virkt rof sem stöðva þarf.

Í yfirlýsingunni er undirritaður lýstur vanhæfur og að forsendur Grólindarverkefnisins séu brostnar vegna ummæla landgræðslustjóra um ástand afréttarins.“

Upplýsingum safnað í samvinnu við bændur

„Grólindarverkefnið er með kynningarfundi og hefur verið að safna upplýsingum í samstarfi við bændur. Að verkefninu vinna vísindamenn sem beita öllum bestu vísindalegu aðferðum til að fá mat á ástand lands og þær niðurstöður eiga að standast óháða skoðun. Verkefnið hefur stýrihóp sem í eiga sæti fulltrúar Landssamtaka sauðfjárbænda, RML, LbhÍ, Náttúrufræðistofnunar og Háskóla Íslands.

Landgræðslustjóri getur ekki sagt þessu fólki hvaða aðferðir eigi að nota eða hvaða niðurstöður eigi að birta.

Ég hef í fyrirlestrum og í viðtölum talið að 85% framleiðslunnar fari fram við ásættanlegar aðstæður. Niðurstöður Grólindarverkefnisins munu sýna hvort sú tala sé nálægt sanni.

Niðurstöður áralangra rannsókna og mælinga dr. Ólafs Arnalds, prófessors við LbhÍ, á ástandi landsins var hafnað sem ósannindum og áróðri og hann úthrópaður á fundum. Vinnukorti frá árinu 2014 hefur verið hafnað sem áróðri og ósannindum af fámennum hópi fólks.

Við stefnum að sama markmiði með starfi okkar. Við viljum bæta landið okkar og koma á sjálfbærri landnýtingu og tryggja það að afkomendur okkar geti nýtt landið um langa framtíð,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f