Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lyngrósir fara sínar eigin leiðir til að verjast vetrarálagi.
Lyngrósir fara sínar eigin leiðir til að verjast vetrarálagi.
Á faglegum nótum 25. febrúar 2022

Hvað er með allan þennan snjó?

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Allt landið hefur nú verið þakið í snjó í langan tíma, sumum til leiðinda en aðrir láta sér fátt um finnast og gleðjast jafnvel yfir ósköpunum. Garðeigendur hafa víst ólíkar skoðanir á þessu eins og öðru, en hvað ætli plöntunum sjálfum finnist?

Yfirleitt þolir grasflötin ágætlega snjóþekju, en þá er hagstæðara ef snjórinn fellur áður en hörð frost koma. Ef skiptist oft á frost og þíða getur snjórinn hlíft grasinu, en snjór sem fellur um vetur, nær að blotna og liggur síðan fram á vor er líka varasamur grasinu. Brum grasanna eru að jafnaði í sverðinum og eru þess vegna varin gegn miklum frostum.

Eiginlegt frostkal er því ekki algengt í grasflötinni en meiri hætta er á svellkali, sem myndast þegar þétt svell leggst yfir grasflötina eða hluta hennar og kemur í veg fyrir aðgang súrefnis til eðlilegrar öndunar. Geta jafnvel myndast eiturefni í jarðveginum við þessar aðstæður sem safnast upp og valda drepi. Þá hefði farið betur á því að snjórinn hlífði flötinni.

Sígrænn gróður og snjóþekjan

Sígrænn runnagróður vill gjarnan hvíla undir snjóbreiðu allan veturinn þegar hann hefur lokið vexti sínum og vetrarundirbúningi, en þá þarf snjórinn helst að þekja alla plöntuna og falla á jörð áður en hún frýs mikið. Ef snjórinn fellur á harðfrosna jörð stöðvast virkni rótanna þar til vorar á ný. Greinarnar sem upp úr standa hlýna af sólarhitanum og þorna. Ræturnar sem standa í frosnum jarðveginum hafa ekki tök á að mæta rakatapinu og
við það þorna barrnálar og toppar greinanna.

Oft má sjá slíkar skemmdir í sígrænum gróðri, bæði í garðagróðri og í ungum skógarteigum. Þetta lýsir sér sem ryðrauður litur á dauðum barrnálum og sést alloft í ungum stafafuruteigum. Með aldrinum minnkar þessi hætta, er ræturnar eflast. Ljós sem snjórinn endurkastar getur valdið skaða á svipaðan hátt. Hæfilegt snjófarg getur líka hlíft viðkvæmum gróðri fyrir miklum vetrarkuldum.

Plöntur nota annars ýmis úrræði til að lifa af vetrarkulda, snjófarg og vindálag. Lyngrósir hafa til að mynda þann eiginleika að rúlla upp og sveigja niður á við sínu sígræna laufi þannig að útgufun, vind-
og snjóálag verði með allra minnsta móti.
Fjölærar plöntur og skraut­runnar sofa vært undir snjónum

Fjölær garðagróður nýtur góðs af snjóþekjunni og mætti snjórinn þess vegna liggja yfir þeim allan veturinn og fram á vor. Í íslenskri náttúru eru mörg dæmi þess að snjór falli á fjölæran villigróður í snjódældum að hausti og hverfi ekki fyrr en í sumarbyrjun. Þá getur gróðurinn jafnvel farið að taka við sér undir þunnri snjóþekjunni og komið ferskur og grænn undan snjónum.

Langflestir lágvaxnir garðarunnar hafa gott af snjóþekjunni, á svipaðan hátt og fjölæringar.

Snjófarg sligar greinar og tré

Ef miklir skaflar myndast í görðum og trjáreitum geta þeir átt það til að brjóta greinar af trjám og jafnvel brotið gilda trjástofna. Hér er breytileiki mikill milli tegunda. Hánorræn tré sem eru vön löngum snjóavetrum hafa aðlagast þess háttar aðstæðum og láta ekki mestu snjóa á sig fá. Greinarnar leggjast niður með trjástofninum við snjófargið og svo reisa þær sig á ný þegar snjóa leysir, án þess að bera skaða af. Gott dæmi um þetta er hvítgreni og rauðgreni. Önnur tré þola fargið síður og má nefna hlyn, sumar reynitegundir og gullregn sem dæmi. Blautur snjór er erfiðastur og er mest hætta á snjóbroti þegar hann hleðst á trjágreinar og sligar þær.

Vel heppnaður garður er fallegur allt árið. Vetrarásýndin getur verið afskaplega notaleg, og nærandi að njóta hans í hlýjum gróðurskála þar sem gróðurinn vex við birtuna sem stafar af snjóþekjunni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...