Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hvað er að gerast?
Lesendarýni 11. september 2019

Hvað er að gerast?

Höfundur: Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi á Klauf í Eyjafirði
Eftir mikið umrót og átök eftir að skrifað var undir búvörusamninga sem tóku gildi um áramótin 2016‒2017 ákváðu bændur að halda í mjólkurkvótann. Eftir að sú niðurstaða fékkst þá fór mikil umræða af stað um hvernig ætti að útfæra kvótaviðskipti milli manna, enda er það forsenda þess að greinin geti þróast áfram.
 
Fæstum hugnaðist að gefa viðskipti frjáls þar sem það myndi að öllum líkindum leiða til mikillar hækkunar á kvótaverði og tilheyrandi kostnaði. Flestum hugnaðist sú hugmynd best að „festa“ verð á kvótanum og fara blandaða leið kvótamarkaðar og innlausnarkerfis. Sú leið varð ofan á á aðalfundi Landssambands kúabænda síðastliðinn vetur. 
 
En hvað hefur gerst síðan þá, eða hefur eitthvað gerst? Það fréttist ekki mikið af samningaviðræðum milli ríkis og bænda um endurskoðunina sem á að eiga sér stað á þessu ári og á að vera lokið fyrir lok þessa árs. Hvað veldur? Er samninganefnd okkar bænda of upptekin í einhverju öðru en að sinna þessu eða vantar okkur landbúnaðarráðuneyti til að semja við? Ég hallast að seinni skýringunni enda hefur svokallaður landbúnaðarráðherra farið undan í flæmingi þegar hann er spurður um eitthvað sem tengist landbúnaði. Enda leynist Skrifstofa landbúnaðarins líklegast einhvers staðar í skúffu alþjóðaviðskipta og vinnur að því að fá að flytja inn kjöt frá löndum Evrópusambandsins. 
 
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir alla starfandi bændur að fá upplýsingar um hvernig kerfi við munum búa við næstu árin. Þetta ástand sem var samið um við gerð búvörusamningsins er algjörlega óþolandi, enda gengur hvorki né rekur fyrir bændur að nálgast kvóta. Það var svo sem vitað fyrir fram að innlausnarfyrirkomulagið myndi leiða til þess að kvótaviðskipti færu á ís. Það verður að fara að komast hreyfing á þessi mál til þess að bændur geti farið að undirbúa sig fyrir næsta ár og gert áætlanir, hvort sem þeir ætla að auka framleiðslu, minnka eða hreinlega að hætta í greininni.
 
Ég skora á forystu bænda að ýta á stjórnvöld að koma að samningaborðinu sem fyrst og ganga frá þessu til þess að bændur geti farið að skipuleggja framtíðina. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...