Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hvað er ... Vegan?
Mynd / Unsplash
Á faglegum nótum 6. júní 2023

Hvað er ... Vegan?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Veganismi er lífsstíll sem byggir á því að sneiða hjá hagnýtingu dýra. Fólk sem er vegan borðar ekki dýraafurðir og forðast jafnvel fatnað úr efnum sem eru fengin frá skepnum.

Vegan er ekki það sama og að vera grænmetisæta. Síðarnefnda skilgreiningin tekur einungis til fæðu og felur í sér að borða ekki mat sem útheimtir dráp á dýri – þ.e. borða ekki kjöt og fisk. Grænmetisætur láta sér ekki muna um að borða egg og drekka mjólk.

Ekki er til nein algild skilgreining á veganisma og er mismunandi hversu „hreintrúað“ fólk er í sínum lífsstíl. Algengt er að fólk sem er vegan láti sér ekki muna um að fá sér kjöt við sérstakar aðstæður eða haldi áfram að nota leðurskó og ullarhúfu eftir að hafa tekið upp lífsstílinn. Enska orðinu „vegan“ hefur verið snúið á íslensku með orðinu „grænkeri“.

Ástæður þess að fólk ákveður að verða vegan snúa gjarnan að dýraverndunar- eða umhverfis- sjónarmiðum. Síðarnefnda atriðið hefur verið í umræðunni í samhengi við loftslagsbreytingar. Oft útheimtir ræktun dýraafurða meiri notkun auðlinda en framleiðsla sama kaloríu- fjölda úr plöntuafurðum.

Jafnframt losa jórturdýr, eins og nautgripir og sauðfé, loftslags- tegundina metan. Þeir sem taka veganisma alla leið nota ekki nein föt úr dýraafurðum. Þar má helst nefna ull og leður. Hunang er ein þeirra afurða sem ekki er hægt að skilgreina sem vegan.

Vegan hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum og úrval vegan matvæla hefur aukist í verslunum. Enn fremur er fatnaður úr gerviefnum oft markaðssettur sem vegan. Samkvæmt umhverfiskönnun Gallup frá árinu 2022 borða 1,4 prósent Íslendinga ekkert úr dýraríkinu, eða eru vegan. Árið 2019 var þetta hlutfall eitt prósent. Í könnun sem Gallup framkvæmdi í Bandaríkjunum árið 2019 kom fram að tvö til þrjú prósent skilgreindu sig sem vegan.

Í dýraafurðum er mikið af næringar- efnum sem eru nauðsynleg fyrir líkamann. Því þurfa grænkerar að skipuleggja mataræðið sitt þannig að þeir fái nóg af kalki, B-12 og D-vítamínum, Omega-3 fitusýrum, járni, joði og selen.

Í stað kalksins sem annars fengist úr mjólkurafurðum geta þeir sem eru vegan borðað grænt grænmeti, eins og brokkólí og kál. Þó spínat innihaldi mikið kalk, þá er það að mestu ómeltanlegt. D-vítamín er í feitum fiski, rauðu kjöti, lifrum og eggjarauðum. Grænkerar þurfa að nálgast það með bætiefnum. Fiskmeti og mjólkurvörur innihalda mikið magn af B-12, en grænkerar þurfa að fá vítamínið með bætiefnum. Járn er helst að finna í rauðu kjöti, en grænkerar geta neytt bauna, spergilkáls, heilkorna brauðs, hneta og dökkgræns grænmetis.

Omega-3 fitusýrur eru í feitum fiski en grænkerar geta nálgast næringar- efnið meðal annars í repjuolíu, chia- fræum og valhnetum. Rannsóknir benda þó til að þessar fitusýrur fengnar úr plönturíkinu verji fólk ekki eins vel fyrir hjartasjúkdómum og Omega-3 úr fiski.

Samtök grænkera taka fram að þeir sem eru vegan geti átt gæludýr. „Gæludýr sem lifa með okkur sem fjölskyldumeðlimir og fá góða umönnun geta kennt manninum virðingu fyrir dýrum,“ segir á heimasíðu samtakanna. Þar er þó tekið fram að samtökin setji sig á móti fjöldaframleiðslu gæludýra þar sem dýrin fá ekki einstaklingsbundna umönnun.

Skylt efni: Hvað er ... ?

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...