Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hvað er ... PFAS?
Á faglegum nótum 10. maí 2023

Hvað er ... PFAS?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

PFAS er skammstöfun á per- and polyfluorinated alkyl substances sem er flokkur manngerðra fjölliða, nytsamlegra til margra hluta. PFAS efni brotna seint eða aldrei niður í umhverfinu og færast upp fæðukeðjuna. Aukin meðvitund er um skaðsemi efnanna á heilsu fólks og annarra lífvera.

Helst ætti fólk að þekkja PFAS efni í Teflon steikingarpönnum og Gore- Tex útivistarfatnaði. Framleiðsla PFAS hófst á sjötta áratugnum og eru efnin eftirsótt í fjölmargar vörur vegna eiginleika þeirra til að hrinda frá sér vatni og fitu. PFAS byggja á sterku efnasambandi kolefna og flúors.

Fyrirtækjum ber ekki skylda að taka fram hvort vörur þeirra innihaldi PFAS. Neytendur sem vilja sneyða hjá PFAS geta valið verslunarvörur með Svansmerki, öðrum umhverfismerkjum eða sem eru sérstaklega merktar PFAS- eða flúorfríar, eins og kemur fram á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Vatnsheldur útivistarfatnaður með vaxhúð í stað Gore-Tex er umhverfisvænni lausn. Fjällräven var meðal fyrstu vörumerkjanna til að fasa út allt PFAS í sínum útivistarvörum.

Evrópska lífvöktunarverkefnið HBM4EU tekur fram í upplýsingabæklingum að 4.700 mismunandi efni teljast til PFAS efnahópsins. Það gerir vísindasamfélaginu erfitt að skilgreina hver skaðsemi hvers og eins er og koma með ráðleggingar hver skuli leyfð og hver ekki. Sum þeirra sem hafa verið rannsökuð eru grunaðir krabbameinsvaldar, talin hafa eituráhrif á æxlun, valda skjaldkirtilssjúkdómum, hækka kólestrol, valda lifrarskaða, hafa neikvæð áhrif á ónæmiskerfið ásamt mörgum öðrum kvillum. ESB hefur til skoðunar að banna öll PFAS efni sem ekki hafa fengið staðfestingu á skaðleysi.

Vegna mikillar notkunar PFAS undanfarna áratugi má gera ráð fyrir að líkamar flestra einstaklinga innihaldi efnin í einhverju magni. Efnin komast í líkamann ýmist í gegnum öndun, meltingarveg eða húð. Í gegnum lungun berst PFAS með ryki sem losnar frá hinum og þessum vörum. Í gegnum meltingarveginn berst PFAS með fjölmörgum fæðutegundum eins og fiski, kjöti, ávöxtum og eggjum. Einnig frá matvælum sem geymd eru í PFAS umbúðum eða elduð á PFAS pönnum. Slökkviliðsmenn eru í helstri hættu við að fá PFAS í gegnum húðina þar sem það er notað í eldvarnarefni og froður. Almenningur er minna útsettur fyrir PFAS í gegnum húð en getur fengið efnin í sig í gegnum notkun á málningu, vatnsfráhrindandi húð o.fl.

PFAS dreifist auðveldlega um umhverfið, en efnin hafa fundist á heimskautunum og í óbyggðum um heim allan. Þau magnast á leið sinni upp fæðukeðjuna, en nýlega greindist mikið magn PFAS í lífrænum dönskum eggjum sem rakið var til fóðrunar varphænanna á fiskimjöli, en höfin eru menguð PFAS.

Evrópska lífvöktunarverkefnið telur upp algenga hluti sem innihalda PFAS og er þar fyrst að nefna áðurnefndar viðloðunarfríar pönnur. Einnig eru listaðar upp umbúðir skyndibita eins og örbylgjupoppspokar, fitufráhrindandi pappír, pitsukassar og nammiumbúðir. Þá eru efnavörur eins og ofnahreinsir, fituhreinsir, blettaeyðir, stíflueyðir, málning, lakk, þéttiefni, blettaþolin húð notuð á teppi, klæðningu og annan textíl oft með PFAS. Algengar neysluvörur eins og vatnsfráhrindandi og efnaþolinn fatnaður, snyrtivörur eins og sjampó, tannþráður, naglalakk og farði innihalda oft PFAS. Sérhæfðari hlutir eins og eldvarnarfroður, smurefni og skíðavax byggja eiginleika sína gjarnan á PFAS.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...