Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Húfa með dúski
Hannyrðahornið 4. október 2022

Húfa með dúski

Höfundur: Margrét Jónsdóttir.
Stærðir:

S M L

Efni:

100 g plötulopi frá Þingborg eða Ístex

Prjónar:

Hringprjónar nr 4,5 og 6 40 sm langir, sokkaprjónar nr 6

Aðferð:

Prjónað er úr lopanum þreföldum, húfan er prjónuð í hring

Húfan:

Fitjið upp 64-68-68 l á hringprj nr 4,5 og prj 2 sl og 2 br 8 umf. Skiptið yfir á hringprj nr 6. *Prjónið 2 umf sl og svo 2 umf 2 sl og 2 br*, endurtakið þetta 5-6-7 x. Ef vill er hægt að hafa húfuna dýpri, bætið við mynsturumferðum hér.
Prj eina umf sl. Í næstu umf sem einnig er prj sl er tekið úr svona: *Prj 2 l sl, prj 2 l saman*. Endurtakið út umf. Því næst eru prj 2 umf með 2 l sl og 1 l br.
Í næstu umf er skipt yfir á sokkaprjóna nr 6. Þá eru 2 umf prj sl og í þeirri fyrri eru tekið úr svona: *Prj 2 l saman, prj 1 l sl*. Endurtakið út umf. Prj 3 umf 1 sl og 1 br. Slítið frá og hafið endann í lengra lagi.

Nú eru lykkjurnar teknar saman í kollinn:

Setjið nál á endann, þræðið í brugðnu lykkjurnar og geymið þær sléttu á prjóninum. Gerið þetta út umf og herðið vel að. Gætið þess að slíta ekki endann, snúið aðeins upp á þráðinn þá verður hann sterkari. Þræðið síðan í sléttu lykkjurnar og herðið vel að og stingið svo endanum yfir á rönguna og gangið frá endanum, og eins frá endanum við uppfitina.

Þvoið húfuna í volgu vatni og leggið til þerris.

Á þessa húfu er upplagt að setja dúsk.

Skylt efni: húfa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...