Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikið var um dýrðir á Landsmóti hestamanna sem fór fram á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal í Reykjavík dagana 1.–7. júlí. Elsa Kristín Grétarsdóttir og Sólstjarna frá Sólvangi voru hluti af um hundrað pörum sem tóku þátt í hátíðlegri hópreið setningarathafnarinnar.
Mikið var um dýrðir á Landsmóti hestamanna sem fór fram á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal í Reykjavík dagana 1.–7. júlí. Elsa Kristín Grétarsdóttir og Sólstjarna frá Sólvangi voru hluti af um hundrað pörum sem tóku þátt í hátíðlegri hópreið setningarathafnarinnar.
Mynd / ghp
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Að þessu sinni tóku um hundrað hross og knapar þátt í hópreið með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í broddi fylkingar. Hestamennirnir komu frá 46 hestamannafélögum, mörg langt að og var fagnað af mannfjölda í áhorfendabrekku Víðidals. Mikill fjöldi barna og fáka þeirra tók þátt í viðburðinum.

Landsmót hestamanna var nú haldið í tuttugasta og fimmta sinn en þetta er í fjórða skipti sem það fer fram í höfuðborginni. Það var fyrst haldið á Þingvöllum 1950.

Um 800 hross komu fram á mótinu í keppni, kynbótadómi og ræktunarbússýningum og hópreiðinni. Veðrið lék við keppendur og áhorfendur yfir helgina og var það mál manna að hátíðin hafi verið afar vel heppnuð að þessu sinni.

9 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...