Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hundrað ára prósaljóð um lífskraft mannlegrar tilvistar
Líf og starf 3. janúar 2020

Hundrað ára prósaljóð um lífskraft mannlegrar tilvistar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mannveran eftir Maxím Gorkí er rúmlega hundrað ára prósaljóð um lífskraft mannlegrar tilvistar sem var samið í aðdraganda rússnesku byltingarinnar. Ljóðið er eitt af fyrstu útgefnum verkum Gorkí.

Þýðandi er myndlistarkonan Freyja Eilíf. Freyja er fædd árið 1986 og dvaldi í Rússlandi í ár á táningsaldri og lærði rússnesku og hefur hún unnið að þýðingu verksins í rúman áratug. Útgefandi er Skriða bókaútgáfa.

Freyja Eilíf.


Freyja segir að Maxím Gorkí, sem var uppi 1868 til 1936, sé best þekktur fyrir félagslegt raunsæi í rússneskum bókmenntum og að ljóðið Mannveran sem kom út árið 1903 sé eitt af hans fyrstu útgefnu verkum.


Sagt er um Gorkí að hann hafi alist upp á hliðargötum lífsins og að hann hafi veitt heiminum ógleymanlega innsýn í líf og tilveru rússneskrar alþýðu, reiði og ástríður, um þarsíðustu aldamót og í aðdraganda rússnesku byltingarinnar,

Auk þess að leggja stund á myndlist og þýðingar rekur Freyja Skynlistasafnið í Þingholtunum. Útgáfunni verður fagnað í Holti, Menningarsetri á Hvammstanga, þann 19. desember og í Skynlista­safninu í Reykjavík, í Bergstaðastræti 25B þann 21. desember.

Skriða bókaútgáfa hóf starfsemi sína fyrr á þessu ári með útgáfu örsagnasafnsins Einsamræður eftir Birtu Þórhallsdóttur og ljóðabókarinnar Vínbláar varir eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...