Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Svokölluð hundasoglús hefur í fyrsta sinn fundist í feldi refs hér á landi.
Svokölluð hundasoglús hefur í fyrsta sinn fundist í feldi refs hér á landi.
Mynd / Náttúrustofa Austurlands
Fréttir 7. maí 2025

Hundasoglús finnst á ref í fyrsta sinn

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Svokölluð hundasoglús hefur í fyrsta sinn fundist í feldi refs hér á landi.

Í lok mars bárust Náttúrustofu Austurlands sýni úr ref sem skotinn var í Skagafirði í febrúar 2025. Tilkynnandi var Reimar Ásgeirsson, uppstoppari á Egilsstöðum, en hann hafði veitt því athygli að feldur dýrsins virtist nokkuð appelsínugulur á kviði. Við nánari skoðun kom í ljós að feldurinn var alsettur smávöxnum skordýrum, bæði fullorðnum og ungviði sem virtust loða við hár dýrsins.

Ekki fundist áður í refum

Linognathus setosus er soglús sem finnst stöku sinnum á hundum (sérstaklega hjá langhærðum kynjum) og villtum hundum um allan heim. Hún veldur lítilli ertingu nema í miklum sýkingum, þar sem lúsin getur valdið blóðleysi. Hún er ekki mjög skaðleg heilsu dýra.

Lúsin er ekki talin berast í menn. Sagði í tilkynningu á vef Náttúrustofunnar um miðjan apríl að starfsmaður Náttúrustofunnar hefði myndað dýrin undir smásjá og eftir samtal við Karl Skírnisson, dýrafræðing á Keldum, talið líklegast að um væri að ræða Linognathus setosus sem sé mjög sjaldgæf hérlendis og hafi ekki áður fundist í refum á Íslandi svo vitað sé.

Aukin tíðni soglúsasmita

Sýni voru í kjölfarið send á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, til frekari rannsókna. Greint er frá því að í samtali starfsmanns náttúrustofunnar við Guðnýju Rut Pálsdóttur, sníkjudýrasérfræðing á Keldum, hafi hún sagt frá nýlegri grein þar sem m.a. er lýst aukinni tíðni soglúsamita eftir 2019, bæði í refum í Kanada og á Svalbarða. Einnig eru þar leiddar að því líkur að þær soglýs sem fundust á refum séu það frábrugðnar hundasoglús, bæði erfðafræðilega og útlitslega, að þær geti tilheyrt annarri tegund.

Skylt efni: Hundasoglús

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...