Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hunangsuppskera mjög góð
Fréttir 15. september 2023

Hunangsuppskera mjög góð

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þótt langmestur fjöldi sé á suðvesturhorninu.

Egill Rafn Sigurgeirsson, formaður býflugnaræktenda, telur fjölda ræktenda hafa verið svipaðan undanfarin ár en sjálfur byrjaði hann býflugnarækt árið 1998 á Íslandi.

„Ég kom heim frá Svíþjóð árið 1998 með býflugur og hélt hérlendis býræktarnámskeið ári seinna. Það var svo um 2011 að ræktun býflugna hérlendis tók verulegan kipp og hef ég kennt um 220 manns býflugnarækt.“

Egill segir að helsta ástæða þess að býflugnarækt á Íslandi sé ekki viðameiri sé vöntun á býflugum. Íslenskt veðurfar spili líka stórt hlutverk þar sem mikilvægt er fyrir býflugnabúin að þau hafi gott skjól og þurfi að standa af sér íslenskar lægðir og umhleypinga.

„Það er vöntun á býflugum og því geta ræktendur ekki verið með fleiri bú. Við flytjum inn býflugur frá Álandseyjum og það hefur oftast gengið vel. Í ár urðum við þó fyrir því óhappi að hluti þeirra drapst í flutningum, líklega vegna ofhitnunar í búunum við flutningana eða ónægrar loftræstingar. Hingað til lands komu þó 123 lifandi býflugnaafleggjarar og við eigum von á svipuðu magni á næsta ári.“

Aðaluppskerutími býræktenda fer fram um miðjan ágúst, stundum fyrr hjá stórum búum. „Nú er aðaluppskerutíminn búinn og mér skilst að uppskera sé mjög góð, þökk sé hlýjum júlí og ágúst.

Uppskeran er mest í lok sumars því býflugurnar eru fjölmennastar í lok sumars – því fleiri þernur sem sækja blómasafa því meiri verður uppskeran.

Nú ætti að vera búið að taka sem mesta hunangið úr búunum og þeim er gefið sykurvatn í staðinn sem fóður fyrir veturinn.“

Egill telur að uppskera hunangs úr sínum búum, sem eru 12 talsins, sé um 50 kíló samtals.

Skylt efni: býflugur | hunang

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f