Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hunangsleginn hestshaus
Menning 21. desember 2023

Hunangsleginn hestshaus

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í Veislumat landnámsaldar eru margar forvitnilegar uppskriftir.

Þær voru settar saman á grundvelli nútímaþekkingar á lífi fólks á Íslandi á árabilinu 870 til 930.

Bókin kom nýlega út hjá Drápu og eru höfundar hennar þeir Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur, Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari og Karl Petersson ljósmyndari.

Íslendingasögurnar eru ekki margorðar um þær matarhefðir sem voru við lýði á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þar var ekki aðeins súrmatur, soðning og bragðlaust kjöt heldur kunnu menn að elda góðar steikur og bragðgóðan fisk Kristbjörn rannsakaði matartilvísanir í Íslendingasögunum og bar þær saman við þá þekkingu á matarvenjum landnámsaldar sem fornleifafræðin hefur bætt við.

Úlfar leitaði fanga víða og setur í bókinni fram uppskriftir að veislumat landnámsfólksins og Karl ljósmyndaði kræsingarnar.

Farið er í bókinni yfir ræktun og hráefni á landnámsöld, nýtingu kornmetis, sjávarfangs og kjötmetis og gerð mjólkurmatar. Jafnframt er farið stuttlega yfir þær Íslendingasögur þar sem leitað var fanga.

Meðal forvitnilegra uppskrifta er t.d. grillaður hunangshjúpaður hestshaus, rostungssúpa, sauðakjöts- súpa með sílamávseggi, grillaður geirfugl, grilluð álft og mjöður.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f