Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Humarleiðangur Hafró
Mynd / Anton Ahlberg - Unsplash
Fréttir 12. júlí 2023

Humarleiðangur Hafró

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hafrannsóknastofnun hélt í rannsóknarleiðangur dagana 6. til 15. júní síðastliðinn.

Þar var stofnstærð humars metin út frá humarholufjölda með hjálp neðansjávarmyndavéla.

Myndað var á 89 stöðum, allt vestan frá Jökuldýpi á Faxaflóa austur til Lóndýpis. Niðurstöður leiðangursins verða kynntar í haust þegar búið er að fara yfir allt myndefnið, en fyrsta yfirferð bendir til aukningar frá síðasta mati. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.

Togað var á 17 stöðum til að safna upplýsingum um stærðarsamsetningu og kynþroska. Á flestum stöðum veiddist lítið af humri og voru þeir almennt stórir. Þekkt er þegar veiði er dræm að einkum veiðist stór dýr. Enn fremur voru tekin háfsýni á 26 stöðum til að fá upplýsingar um magn humarlirfa og samsetningu dýrasvifs á svæðinu. Leiðangurinn fór fram um borð í Bjarna Sæmundssyni HF 30, rannsóknarskipi Hafrannsóknastofnunar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f