Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hulin skilaboð í tónlist
Skoðun 19. mars 2015

Hulin skilaboð í tónlist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umræðuefni mitt að þessu sinni er ekki nýtt en sjálfur hef ég alltaf jafn gaman af því og læt því vaða.

Sterkir trúarmenn margra trúarbragða hafa oft haldið því fram að finna megi hulin skilaboð í hljómsveitarnöfnum, textum og á plötuumslögum rokktónlistarmanna.

Til dæmis á nafn glansrokk­hljómsveitarinnar Kiss að standa fyrir Knights in Satan's Service og ef ákveðnir hlutar af gömlum hljómplötum með Led Zeppelin eða Black Sabbath eru spilaðir aftur á bak á að heyrast flutningur á mögnuðum djöflamessum. Því miður er til fólk sem trúir svona löguðu og stundum hefur trúin leitt til þess að hljómplötur hafa verið bannaðar eða brenndar í stórum stíl.

Fólk virðist reyndar til í að trúa hverju sem er því til eru ótal sögur um hulin skilaboð sem tengjast útgáfu hljómplatna og geisladiska. Rifjum nokkrar upp.

Skömmu eftir að poppgoðið Michael Jackson gaf út Thriller komst sú saga á kreik að sjö fyrstu tölurnar í strikamerkjanúmeri umslagsins væru símanúmer kappans. Það eina sem aðdáendur þurftu að gera var að finna rétt svæðisnúmer og þá myndi Michael taka upp tólið þegar þeir hringdu.

Lucy in the Sky of Diamonds

Því hefur lengi verið haldið fram að John Lennon hafi gefið laginu Lucy in the Sky of Diamonds nafn sitt vegna þess að hægt var að skammstafa það LSD. Lennon neitaði því og hélt því staðfastlega fram að hann hefði fengið hugmyndina að nafninu þegar sonur hans sýndi honum mynd sem hann teiknaði í leikskóla. Teikningin var af konu sem barnið sagði að héti Lucy og sveif á himni innan um marglita gimsteina.

Það er aftur á móti satt að ein elsta beinagrind af manni, eða öllu heldur konu, sem fundist hefur heitir Lucy vegna þess að mannfræðingarnir sem grófu hana upp voru að hlusta á lagið Lucy in the Sky of Diamonds í útvarpinu þegar þeir fundu beinagrindina.

Í lokin er rétt að minnast þess að skömmu fyrir 1970 trúðu margir því að Paul McCartney hefði látist í bílslysi þrátt fyrir að orðróminum væri staðfastlega neitað. Aðdáendur Bítlanna sáu sannanir úti um allt. Paul er til dæmis sá eini af Bítlunum sem er með lokuð augu og berfættur á myndinni sem prýðir umslagið á Abbey Road. Hann gengur ekki í takt við hina og heldur á sígarettunni í hægri hendi en ekki þeirri vinstri, Paul er örvhentur. Menn voru vissir um að þetta væri ekki Paul á myndinni heldur staðgengill hans og það sem meira var, einhver hafði lagt líkbíl við götuna.

Skylt efni: Stekkur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...