Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mikil bjartsýni er ríkjandi meðal gróðurhúsabænda og margir þeirra stórhuga í breytingum til að auka framleiðslugetuna.
Mikil bjartsýni er ríkjandi meðal gróðurhúsabænda og margir þeirra stórhuga í breytingum til að auka framleiðslugetuna.
Mynd / BBL
Fréttir 10. mars 2022

Hugur í gróðurhúsabændum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir óveðrið sem gekk yfir landið fyrir skömmu með talsverðum látum og eignatjóni eru gróðurhúsabændur bjartsýnir og stefna sumir þeirra á að stækka gróðurhúsin eða breyta þeim til að auka framleiðsluna.

Gróðurhús og ræktun gróðrar­stöðvarinnar Jarðarberjalands eyði­lagðist í óveðrinu og að sögn eigenda stöðvarinnar er ekki að vænta afurða frá þeim á þessu ári. Þau eru þrátt fyrir það ekki af baki dottin og stefna að því að endurreisa stöðina og hefja ræktun að nýju.

4.800 fermetra stækkun

Hafberg Þórisson, sem kenndur er við garðyrkjustöðina Lambhaga, hefur á síðustu árum byggt um 7.000 fermetra gróðurhús að Lundi í Mosfellsdal.

„Fljótlega verður hafist handa við að reisa 4.800 fermetra gróðurhús á Lundi og ég geri ráð fyrir að það hús verði tekið í notkun 2023.“

Að sögn Hafbergs gerir hann ráð fyrir að reisa 10.000 fermetra til viðbótar undir gleri á staðnum í framtíðinni.

Spírunarklefi eykur framlegð

Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjumaður í Ártanga, segir að í sumar ætli hann að stækka hjá sér og byggja 300 fermetra viðbót. „Hluti af því verða kæliklefar og spírunarrými fyrir kryddjurtir. Spírunarklefinn gerir okkur kleift að nýta borð í gróðurhúsi sem notuð hafa verið undir sáningu og spírun undir ræktun og ná þannig fram meiri framlegð á ræktunarfermetra í gróðurhúsinu,“ segir Gunnar.

Hækkun á Laugalandi

Þórhallur Bjarnason, garðyrkju­bóndi að Laugalandi í Borgarfirði, segir að um miðjan maí verði hafist handa við að hækka 1.200 fermetra gúrkugróðurhús hjá honum og að á sama tíma verði allar leiðslur og annað í húsinu endurnýjað, auk þess sem húsið hefur sigið og verður það rétt af í leiðinni.

„Ég fæ til mín menn frá Hollandi sem ætla að hækka húsið um tæpa tvo metra og eftir hækkunina verður hliðahæðin fimm metrar. Ástæðan fyrir framkvæmdunum er sú að það er komin ný kynslóð af gróðurhúsalömpum sem eru 1.000 vött og gefa frá sér mikinn hita. Fjarlægðin frá lömpunum og niður að plöntunum þarf að vera um einn og hálfur metri til að plönturnar brenni ekki.“

Að sögn Þórhalls næst betri ljósdreifing með því að hækka lampana, auk þess sem nýju lamparnir eru 15 til 20% nýtnari á rafmagn en eldri lampar og því umhverfisvænni. „Með því að auka ljósmagnið má gera ráð fyrir að uppskeran í húsinu aukist um 20% og þá sérstaklega yfir vetrartímann.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...