Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hugmyndir um sérstakt Búvörumerki fyrir íslenskar matvörur
Mynd / HKr.
Fréttir 24. september 2020

Hugmyndir um sérstakt Búvörumerki fyrir íslenskar matvörur

Höfundur: smh

Samráðshópur um betri merkingar matvæla hefur skilað tólf tillögum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ein þeirra tengist svokölluðu Búvörumerki, en hópurinn telur að innleiðing þess myndi auðvelda upplýst val neytenda tengt uppruna búvara og sjái því ávinning af því fyrir neytendur.

Hópurinn vill jafnframt sjá að framleiðendur verði hvattir til að leggja metnað sinn í að merkja á skýran hátt upprunaland búvara, óháð því hvort þeim sé það skylt eða ekki.

Að lágmarki 75 til 80 prósent íslenskt hráefni

Í tillögunum kemur fram að Bændasamtök Íslands hafi lýst yfir vilja til að eiga og reka slíkt merki, en hugmyndin er að þær matvörur sem eru framleiddar úr að lágmarki 75 til 80 prósentum íslensks hráefnis geti borið merkið.

Verkefni samráðshópsins er þáttur í samkomulagi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtaka Íslands, Neytendasamtakanna, Samtaka verslunar og þjónustu, Félagi atvinnurekenda, og Samtaka iðnaðarins sem undirritað var í febrúar 2019. Samkomulagið lýtur að því að gera gangskör í því að bæta merkingar á matvælum og tryggja betur rétt neytenda til upplýsinga.

Leggur samráðshópurinn til að átaksverkefni verði hrundið af stað sem miði að því að tryggja aukna meðvitund neytenda um rétt þeirra til upplýsinga um matvæli og hvar þeir geti nálgast slíkar upplýsingar.

Átakið leiði einnig til þess að fyrirtæki verði betur meðvituð um þær kröfur sem til þeirra eru gerðar.

Oddný Anna Björnsdóttir, sjálfstæður ráðgjafi.

Nýlegar tæknilausnir gefa möguleika á betri upplýsingum

Oddný Anna Björnsdóttir, sjálfstæður ráðgjafi, er formaður samráðshópsins. Hún segir að víðtækar kröfur um merkingar komi fram í reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda, sem og í sértækri löggjöf, bæði séríslenskri og evrópskri. Hafa beri í huga að stjórnvöld séu bundin alþjóðlegum skuldbindingum, aðallega EES-samningnum og hafi því ekki leyfi til að gera meiri kröfur til íslenskra fyrirtækja. „Dæmi um það er að ekki er hægt að skylda innlenda framleiðendur til að tilgreina upprunaland kjöts í unnum kjötvörum og tilbúnum réttum. Á nýlega uppfærðum vef Matvælastofnunar eru ítarlegar og aðgengilegar upplýsingar um þær reglur sem gilda um merkingar matvæla og hvaða upplýsingum neytendur eigi rétt á. Hópurinn benti hins vegar á nýlegar tæknilausnir, annars vegar Gagnalaug GS1 Ísland og hins vegar bálkakeðjutæknina, sem geta stóraukið upplýsingagjöf til neytenda í þessum efnum,“ segir Oddný Anna.

Ítarlegri upplýsingar um matvæli

Þá leggur hópurinn meðal annars til að hér á landi verði gerðar sambærilegar kröfur um merkingar fiskafurða og innan ESB, en þar eiga neytendur rétt á mun ítarlegri upplýsingum. Eins bendir hann á að mikilvægt sé að upplýsa og hafa eftirlit með því að á bæði forpökkuðum og óforpökkuðum matvælum, til dæmis á veitingastöðum, sé skylt að tilgreina með forskeyti ef um sé að ræða staðkvæmdarvöru. Ekki sé leyfilegt að nota eingöngu orðið kjöt, egg, smjör eða rjómi sem dæmi, ef um jurtavöru er að ræða, því neytendur hafi rétt á að vita hvaða hráefni þeir séu að kaupa. Hópurinn telur jafnframt nauðsynlegt að auðvelda aðilum á markaði að skilja hvenær vara teljist ekki íslensk í skilningi ákvæða fánalaga og kalla eftir leiðbeiningum um inntak hugtaksins „nægileg aðvinnsla“, sem þar er að finna,“ segir Oddný Anna enn fremur. 

Tillögur samráðshóps um betri merkingar matvæla

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f