Tölvuteiknuð mynd sem sýnir hvernig fjárhúsin gætu litið út.
Tölvuteiknuð mynd sem sýnir hvernig fjárhúsin gætu litið út.
Mynd / Aðsend
Fréttir 8. desember 2025

Hugmyndir um hringlaga fjárhús

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Gunnar Gunnlaugsson, húsasmíðameistari frá Höfn í Hornafirði, hefur undanfarið unnið að þróun hringlaga fjárhúss þar sem markmiðið er að auðvelda vinnu bænda.

Hann segist vilja endurskilgreina byggingarlag fjárhúsa með áherslu á hagkvæmni byggingar og reksturs. „Húsin eru 500 fermetrar og byggð á hringlaga formi,“ segir Gunnar. Í húsunum er rými fyrir 450 ær á taði. „Þakið, sem er súlulaust, ber sig sjálft með stálbitum og er 25 fermetrar í þvermál.“ Aðspurður hver hagurinn sé í að hafa húsin hringlaga segir Gunnar: „Miðað við gólfflöt eru fæstir veggfermetrar þegar byggt er í hring.“

Samkvæmt hans útreikningum sé byggingarkostnaðurinn í kringum 100 milljónir með virðisaukaskatti fyrir fullbúin hús. Inni í þeirri tölu séu allar innréttingar og tækjabúnaður, eins og loftræsting, hlaupaköttur, brynning og lýsing.

Sjálft húsið sé ekki nema 60 prósent af kostnaðinum. Byggingartíminn sé í kringum mánuð þar sem veggirnir séu steyptir og samansett þakið híft ofan á. Allar innréttingar eigi að vera úr stáli og þakið klætt yleiningum.

Hugmyndir Gunnars ganga út frá að í húsunum verði hlaupaköttur á bita sem snýst um ás í miðju húsanna. Hann eigi að nýtast til að gefa rúllur í færanlegar gjafagrindur og létta undir öðrum verkum. Í miðjunni eigi að vera vinnurými sem er sex metrar í þvermál og 2,5 metra breiður gangur þvert í gegnum húsin. Með útveggjunum sé gert ráð fyrir fjárgangi og meðfram krónum verði hægt að koma upp allt að fimmtíu burðarstíum.

Skylt efni: Hringlaga fjárhús

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...