Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hugmyndir að huggulegri aðventu
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 13. desember 2021

Hugmyndir að huggulegri aðventu

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Þriðji í aðventu var á sunnudaginn og við hæfi að gefa svolítinn forsmekk að jólunum.

Laxakrans
  • 400 g sneiddur grafinn eða reyktur lax
  • Extra virgin ólífuolía, til að setja yfir
  • Sýrður rjómi eða graflaxsósa
  • Glútenlaust kex eða skorpulaust þunnt ristað brauð, til að bera fram

Það getur verið einföld lausn að skera lax þunnt og raða saman í jólakrans og svo skreyta með jurtum og salati til að borða í jólaundirbúningnum.

Jólabrauðsneiðar

Notaðu afganga af einhverjum jólalegum mat eða keyptu niðursneitt álegg til að komast í aðventuandann og til að búa til fullkomnar samlokur eða smurbrauð.

Setjið majónes, í stað smjörs, á brauðið og steikið á þeirri hlið í stað þess að rista. Raðið skinku, osti eins og brie, sýrðum rjóma með piparrót eða sósu að eigin val og skreytið með jólalegu meðlæti.

  • 4 sneiðar hvítt brauð eða flatkökur (ef það er hangikjöt á veisluborðinu)
  • 4 msk. majónes
  • Skinka eða hangikjöt
  • (soðin egg)
  • 8 brie ostasneiðar
  • 3 msk. fínt skorið hvítkál eða ferskt rauðkál
  • Skreytt kex og cookies
  • Hægt er að skreyta fleira en pipar­kökur og því er gaman að baka cookies og skreyta í anda jóla.
  • Svo er líka hægt að kaupa kex og orkustangir fyrir fullorðna og gera jólaleg hreindýr og jólabjöllur.
  • 20 litlar saltkringlur
  • 10 rauðar M&M
  • 20 sælgætisaugu
  • 50 g dökkt súkkulaði, brætt, kælt

Setjið kexið og súkkulaðikökurnar inn í ísskáp áður en þið skreytið.
Það hjálpar til við að flýta fyrir bráðnun á súkkulaðinu.

Jólasmákökur fjölskyldunnar

Við vonum að þið hafið gaman af hátíðarundirbúningi og skemmtun við bakstur á þessu tímabili. Þetta eru uppáhalds jólasmáköku­uppskrift fjölskyldunnar okkar! Þær eru ekki bara ljúffengar heldur líka frábærar til að gefa fjölskyldu, vinum og nágrönnum eða setja í glugga fyrir jólasveininn.

  • 1 bolli púðursykur
  • 1 bolli sykur
  • ½ bolli smjör
  • ½ bolli olía
  • 2 egg
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. vanilla
  • 3 bollar hveiti
  • ½ bolli smá súkkulaðibitar
  • 1 bolli M&M

Hitið ofninn í 350 gráður.

Hrærið saman smjör, olíu og sykur.

Bætið eggjum út í og þeytið þar til það er ljóst.

Bætið matarsóda, salti, dufti, vanillu og hveiti út í. Blandið vel saman.

Notið kökuskeið til að setja deigið á smurðan kökubakkann. Skreytið efst með 4-5 stk M&M.

Bakið við 170 gráður í 7-8 mínútur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...