Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hugmyndasamkeppni um þjóðlega rétti
Líf og starf 20. apríl 2018

Hugmyndasamkeppni um þjóðlega rétti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn efna til hugmynda- og uppskriftasamkeppni um þjóðlega rétti við þjóðvegina okkar. Er þetta gert undir spurningunni „Þjóðlegir réttir á okkar veg - ertu með?“

Keppnin stendur til 1.mai næstkomandi. Hægt er að lesa nánar um samkeppnina og skrá  hugmynd eða uppskrift á www.mataraudur.is. Úrval uppskrifta og hugmynda verða birtar á vef Matarauðs Íslands 11. maí og þar verður hægt að líka við hugmyndirnar og deila á samfélagsmiðlum.

„Það getur verið erfiðleikum bundið að skilgreina hvað sé þjóðlegur matur. Vissulega getum við leitað til hefðanna og sagt sem svo: Þetta er þjóðlegt, þetta er íslenskt. Það er hins vegar hluti þess að lifa í samfélagi að taka hlutina til endurskoðunar öðru hverju og þróa í takt við tíðarandann. Tökum höndum saman og tengjum umræður næstu daga við  íslenskt hráefni og matarmenningu. Deilum matarminningum með hvert öðru og sjáum hvaða hugmyndir þjóðin kemur með,“ segir í tilkynningu um keppnina. 

Það má senda inn hefðbundnar og óhefðbundar hugmyndir, í gömlum eða nýjum búningi. Okkar skilningur er þó að þjóðlegir réttir spretta alltaf upp úr íslensku hráefni. Sérstaklega verður tekið tillit til þess ef saga á bak við réttinn fylgir með.

Hótel- og matvælaskólinn eldar og reiðir fram 15 valda rétti úr innsendum hugmyndum fyrir dómnefnd. Fimm réttir standa síðan upp úr sem vinningsréttir. Veitingahús í kringum landið í eru í samstarfi við Matarauð Íslands og velja einn af þeim 15 réttum sem komast í undanúrslit, á matseðilinn sinn í sumar.

Samhliða þessu átaki er fólki boðið að skrá matarminningar sínar og hægt er að gera það á mataraudur.is

 

Skylt efni: Þjóðlegir réttir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...