Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fæðupíramídi jarðar.
Fæðupíramídi jarðar.
Mynd / FAO
Skoðun 6. maí 2021

Hugmyndafræði fullorðinna?

Höfundur: Vigdís Häsler.

Í Bændablaðinu fyrir örfáum vikum var að finna áhugaverða fréttaskýringu frá Frakklandi þar sem franskir bændur og ráðherrar mótmæla alfarið hugmyndum um grænkerafæði í skólamáltíðir barna og unglinga. Telja þeir að þarna séu fullorðnir farnir að þröngva sinni eigin persónulegu hugmyndafræði yfir á börn og að þar sé því um að ræða varhugavert inngrip í uppvöxt barna.

Vissulega er hægt að taka undir orð franska landbúnaðarráðherrans, þegar hann sagði á Twitter-síðu sinni:

„Hættum að setja hugmyndafræði á matardiska barnanna okkar.“ En í íslenskum lögum er grunnskólinn skilgreindur sem vinnustaður barnanna, hvar þau eiga að fá að starfa óáreitt. Við eigum hins vegar að bjóða börnum upp á öruggt umhverfi innan veggja grunnskólans þar sem almenn velferð nemenda er í fyrirrúmi. Því er mikilvægt fyrst og fremst að börnum standi til boða máltíðir sem framreiddar eru í samræmi við ráðleggingar frá embætti Landlæknis. 

Mikilvægi skólamáltíða

Ég hlustaði á afar skemmtilegt viðtal í Morgunútvarpi Rásar 2 fyrir nokkru síðan sem ágætt er að rifja upp af þessu tilefni. Viðtalið var við Önnu Sigríði Ólafsdóttur næringarfræðing sem fjallaði um mikilvægi skólamáltíða fyrir skólastarfið. Í viðtalinu vakti Anna Sigríður athygli á því að skólamáltíðir snúast ekki eingöngu um hvort börnin fái að borða eða hvaða matur er í boði heldur líka hvernig hann er framreiddur (aðstaðan, hljóðvist), tímasetning matartímans og hversu vel skilgreindur matartíminn er. Allt þetta skiptir máli, ekki einvörðungu fæðuframboðið, því börnin hafa oftar en ekki jafn langan vinnudag og fullorðnir og því skiptir máli að skólamáltíðin veiti a.m.k. þriðjung af orku- og próteinþörf dagsins.

Tryggjum að börn neyti fjölbreyttrar fæðu

Hvort sem foreldrar eru grænkerar eða ekki þá er það ekki aðalatriðið. Það á að vera hugmyndafræði okkar fullorðna fólksins, ef svo má að orði komast, að tryggja að börn neyti fjölbreyttrar fæðu í notalegu umhverfi svo þau vaxi og dafni sem best. Í nýendurskoðaðri Handbók fyrir grunnskólamötuneyti frá embætti Landlæknis um mataræði til grunnskóla kemur fram að alltaf eigi að bjóða upp á grænmeti með hádegismatnum og ávexti ef það passar. Til drykkjar á alltaf að vera í boði kalt vatn en að öllu jöfnu er einnig mælt með D-vítamínbættri léttmjólk með orkuminni máltíðum og jurtamjólk fyrir nemendur sem ekki drekka mjólk. Lykilatriðið er að börn neyti fjölbreyttrar fæðu.

Hefðbundinn íslenskur matur er ríkur af próteinum þar sem kjöt, fiskur, egg og mjólk eru algengur matur á borðum landsmanna og ætti framlag próteina samkvæmt ráðleggingum Landlæknis fyrir börn að vera á bilinu 10–20% af heildarorku (E%). Nýverið skoruðu Bændasamtök Íslands á sveitarfélög landsins til að nýta innlend matvæli í skólamáltíðum eins og kostur sé, sérstaklega grænmeti, kjöt og fisk.  

Íslensk matvæli höfð í hávegum

Nú þegar hafa nokkur sveitar­félög svarað áskorun Bænda­samtakanna þar sem málefninu er fagnað og ítrekað að sveitarfélögin starfi eftir manneldismarkmiðum Landlæknis. Þar séu góðar og hollar skólamáltíðir með áherslu á íslensk matvæli höfð í hávegum. Það er afar jákvætt að vita til þess að sveitarfélögin, sem standa að rekstri grunnskóla landsins reyna eftir fremsta megni að nýta hráefni úr eigin héraði til að koma til móts við kröfur um gæði, hreinleika og umhverfisvernd í samræmi við ráðleggingar Landlæknis og að hugmyndafræði þeirra tryggi að íslensk grunnskólabörn neyti fjölbreyttrar fæðu.



Vigdís Häsler,
framkvæmdastjóri
Bændasamtaka Íslands

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...