Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hugleiðingar á túnaslætti
Lesendarýni 18. ágúst 2017

Hugleiðingar á túnaslætti

Höfundur: Gunnar Þórisson
Í vetur kom fram reglugerð frá ESB um að þeir sem byrjuðu með skepnuhald skyldu gangast undir könnun hvort viðkomandi væri fær um að annast skepnur, bæði andlega og líkamlega. Þetta er gott því dýrin eiga erfitt með að verja sig þó Matvælastofnun sjái um velferð þeirra.
 
Gunnar Þórisson.
Nú í seinni tíð frá hruni og jafnvel fyrr hefur sá sem sér um velferð öryrkja og aldraðra ekki staðið sig sem skyldi eins og alþjóð veit og sér, því oft skýlir heilbrigðisráðherra sér á bak við Alþingi sem ber við peningaleysi. Ef ráðherra væri skylt að fara í gegn um sambærilegt mat og búfjárhaldarar á ESB-svæðinu kæmi ýmislegt í ljós. Víðast hvar þarf fólk að hafa lágmarks réttindi á hitt og þetta en í raun er raunreynsla besta kunnáttan.
 
Á fundi LS í vor hældi landbúnaðarráðherra borgarbörnunum starfsmönnum sínum fyrir ágæti og ekki efaði ég gæði þeirra þá, því fólk í stöðu ráðherra skrökvar varla að þjóð sinni. Að þessu voru 50 vitni. Landbúnaðarráðuneytið virðist ekki ofhaldið fjárhagslega og hlýtur því að sækjast eftir arði af jörðum sínum. Allir þeir sem umgangast grasbíta og hafa viðurværi sitt af þeim vita að vorið er sá tími sem startar afkomu framtíðar búsins. Því hlýtur eitthvað að vanta í þekkingu þessara ágætu borgarbarna ráðherra að auglýsa ekki bújarðirnar strax að vori við losun ábúðar. Eða á að leggja niður búskap án samráðs við sveitarfélög eða aðra er búskap varðar?
 
Samgöngumálaráðherra nefnir aldrei þá skatta er hafa verið lagðir á og eru enn á eldsneyti, gúmmíi, innflutningstolla bifreiða og vsk af ökutækjum og varahlutum þeim viðkomandi. Í hvað fara allir þessir skattar og gjöld? Í vegina? Opinberlega segir enginn að svo sé. Hefur eitthvað verið lagt niður af þessum gjöldum og hversu mikið þá? Spyr sá sem ekki veit.
 
31. júlí 2017
Gunnar Þórisson
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f