Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Núverandi afurðastöð SS, árið 1946 þegar hún var tekin í notkun.
Núverandi afurðastöð SS, árið 1946 þegar hún var tekin í notkun.
Mynd / SS
Fréttir 27. febrúar 2024

Hugað að nýrri afurðastöð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sláturfélag Suðurlands (SS) undirbýr nú uppbyggingu á nýrri afurðastöð fyrirtækisins á lóð sinni á Fossnesi á Selfossi.

„SS hefur af skynsemi keypt stórar lóðir við stöðina á Fossnesi og sameinað þær allar í eina iðnaðarlóð sem er 9,8 ha að stærð. Til umráða er því mjög stór lóð sem hefur allt það sem ný starfsstöð þarf á að halda,“ segir í Fréttabréfi SS.

Fallið hefur verið frá því að endurbyggja stórgripasláturhús við núverandi húsakost þar sem það var talið óhagkvæmt. „Fjármunum félagsins er betur varið í byggingu nýrrar stöðvar frá grunni sem gefur mikla hagræðingarmöguleika með sameiginlegum deildum fyrir innmat og gorklefa. Fullri nýtingu á öllum afurðum sem má hirða,“ segir jafnframt í fréttabréfinu.

Í nýrri stöð er meðal annars reiknað með sameiginlegri búvöruverslun og slátraraverslun þar sem bændur og neytendur geti keypt kjöt sem er almennt ekki til sölu í verslunum. „Svo sem læri og hryggi af bestu dilkaskrokkunum. [...] En þess verður að gæta að sem minnst skörun verði við sölu á kjöti sem bændur selja úr heimtöku.“

Ítarleg þarfagreining og hönnun fer nú fram á verkinu en fram kemur í fréttabréfinu að um fimm til sex ár munu líða þar til uppbyggingunni lýkur. Deildarfundir SS fara fram þessa dagana en aðalfundur samvinnufélagsins fer fram þann 15. mars nk.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...