Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Húðdropar frá Sif Cosmetics fá snyrtivöruverðlaun
Fréttir 3. desember 2014

Húðdropar frá Sif Cosmetics fá snyrtivöruverðlaun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslensku EGF Húðdroparnir TM frá Sif Cosmetics hlutu nýverið virt snyrtivöruverðlaun í flokki lúxus-snyrtivara.

Sif Cosmetics er dótturfyrirtæki ORF Líftækni sem hóf árið 2006 framleiðslu á svokölluðum vaxtarþáttum, sérvirkum próteinum, sem fyrirtækið ræktar í byggplöntum í hátæknigróðurhúsi í Grindavík. Vaxtarþættirnir eru seldir til háskólasjúkrahúsa, lyfjafyrirtækja og rannsóknarstofa og notaðir í stofnfrumurannsóknir og frumuræktun. Þeir fara einnig í snyrtivörur Sif Cosmetics sem stofnað var árið 2009.

Verðlaunin eru veitt af Twój Styl sem er eitt vinsælasta glanstímarit Póllands og voru afhent á glæsilegum gala-kvöldverði á Hilton-hóteli í Varsjá fyrir skömmu.

Verðlaunin hafa verið veitt árlega í tuttugu ár til alþjóðlegra og pólskra vörumerkja og húðvara sem þykja skara fram úr á hverjum tíma. Aðrir verðlaunahafar þetta árið voru Lancome, Clarins, La Mer, Estee Lauder, Tom Ford, L`Oreal Paris, Vichy og Issey Miyake.

Húðvörurnar frá Sif Cosmetics eru seldar undir vörumerkinu BIOEFFECT á erlendum markaði. BIOEFFECT hefur á skömmum tíma tryggt sér sess sem eitt þekktasta íslenska vörumerkið á alþjóðlegum neytendamarkaði. BIOEFFECT vörurnar eru nú seldar í yfir 700 stórverslunum, snyrtivöruverslunum, læknastofum, heilsulindum og flugfélögum í  25 löndum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...