Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Steinn Björnsson bóndi á Þernunesi tók við viðurkenningunni fyrir Gullmola. Eyþór Einarsson, Steinn Björnsson, Anton Torfi Bergsson frá sæðingastöðvunum, Sigurborg Hanna Sigurðardóttir frá fagráði í sauðfjárrækt.
Steinn Björnsson bóndi á Þernunesi tók við viðurkenningunni fyrir Gullmola. Eyþór Einarsson, Steinn Björnsson, Anton Torfi Bergsson frá sæðingastöðvunum, Sigurborg Hanna Sigurðardóttir frá fagráði í sauðfjárrækt.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri 21. mars voru hrútaverðlaun sæðingastöðvanna veitt.

Árni Bragason og Tómas Jensson, bóndi á Teigi 1.

Besti lambafaðirinn er Gullmoli frá Þernunesi í Reyðarfirði og Blossi frá Teigi 1 í Fljótshlíð var útnefndur mesti kynbótahrúturinn.

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, kynnti hrútaverðlaunin og sagði verðlaunin þau æðstu í sauðfjárræktinni.

Gullmoli frá Þernunesi

Hann kynnti síðan valið á besta lambaföðurnum sem væri sá sæðingastöðvahrútur sem átti besta lambahópinn síðasta haust. Í rökstuðningi fyrir valinu kom fram að Gullmoli hefði fengið óvæntan farmiða inn á sæðingastöð síðasta haust, þar sem fram að því hafi ekki verið heimilt að taka hrúta frá Þernunesi á stöð yfir varnarlínur.

Í kjölfar fundar á ARR­ genasamsætunni á Þernunesi breyttist sú staða, bærinn varð fljótlega eitt þekktasta sauðfjárbú landsins. Ljóst var að erfðaefninu yrði að koma í dreifingu burtséð frá því hvort hrútar þaðan stæðust kröfur um almenna ræktunareiginleika. Árið 2022 var Gullmoli valinn ásamt þeim feðgum Gimsteini og Hornsteini til að vera fyrstu sæðingahrútar sögunnar sem hefðu það hlutverk að dreifa ARR­ genasamsætunni. „Þá varð strax ljóst að það væri ekkert neyðarbrauð að bjóða þessa hrúta fram á stöðvunum. Svo heppilega vill til að á Þernunesi hefur lengi verið stunduð öflug sauðfjárrækt. Hjörðin hefur markvisst verið kynbætt og eins og sjá má á ættum Gullmola hefur erfðaefni mikið verið sótt í Strandafé og Reykhólasveitina í gegnum kaupafé og sæðingastöðvahrúta,“ sagði Eyþór.

Undan Gullmola voru stigaðir rúmlega 190 lambhrútar. Gullmoli ásamt Glæsi frá Litlu­Ávík áttu hæst stiguðu afkvæmahópana, en synir þeirra fengu að jafnaði 85,8 stig

Blossi frá Teigi 1

Árni Bragason, ráðunautur RML, kynnti útnefningu á mesta kynbótahrútnum. Í máli hans kom fram að á bak við Blossa stæðu sterkir stofnar. Hann var valinn inn á sæðingarstöð árið 2020 og réði þar mestu hversu öflugur ærfaðir hann hefur reynst heima í Teigi. Hann hafi síðan reynst prýðilegur lambafaðir á sínu heimabúi.

Árni sagði að hann hafi einungis nýst eitt ár í þjónustu sæðingastöðvar þar sem honum entist ekki ævi fram að næstu fengitíð þar á eftir, en alls voru sæddar með honum rúmlega 1.100 ær.

„Afkvæmi Blossa voru að jafnaði mjög þroskamikil og átti hann þann lambhrútahóp sem var þyngstur á fæti af sonum stöðvahrútanna árið 2021,“ sagði meðal annars í rökstuðningi fyrir valinu á Blossa.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...