Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hrútaskráin komin á vefinn
Fréttir 18. nóvember 2021

Hrútaskráin komin á vefinn

Höfundur: smh

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna veturinn 2021-2022 er nú aðgengileg á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Í komandi sæðingarvertíð standa 48 úrvalshrútar til boða, segir í tilkynningu RML, en útsending sæðis mun hefjast 1. desember og standa til 21. desember.

„Af þessum 48 hrútum eru þrjátíu hyrndir og þar af einn ferhyndur, fjórtán kollóttir, tveir feldfjárhrútar og loks tveir forystuhrútar. Í hópi þessara hrúta er að finna nítján hrúta sem eru að hefja sinn fyrsta vetur á stöð. Hér ættu því allir sauðfjárræktendur að geta fundið hrút til notkunar sem fellur að þeirra áhuga og kröfum,“ segir á vefnum.

Meðal efnis eru nýjar greinar um riðuarfgerðir og svo gula fitu.

Lýsingar og umsagnir hrúta skrifuðu þeir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Eyþór Einarsson, Lárus G. Birgisson og Árni Brynjar Bragason.

Prentaða útgáfan er væntanleg í næstu viku.

Í tilkynningu RML segir að margir hafi komið að gerð hrútaskráarinnar. „Vinnsla gagna hefur að langmestu leyti verið í höndum Eyjólfs Ingva. Sigurður Kristjánsson sá um prófarkalestur ásamt höfundum lýsinga og Rósa Björk Jónsdóttir um umbrot. Myndir í skránni eru eftir Höllu Eyglóu Sveinsdóttur og Anton Torfa Bergsson. Greinar í skránni eru eftir þau Eyþór Einarsson, Karólínu Elísabetardóttur og Stefaníu Þorgeirsdóttur. Þorsteinn Ólafsson samdi texta um sauðfjársæðingar og beiðsli. Umsjón með prentun hefur Olgeir Helgi Ragnarsson. Ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson. Öllum þessum aðilum sem og auglýsendum er þakkað fyrir þeirra framlag.“

Hrútaskrá vetrarins 2021-22

Skylt efni: Hrútaskrá

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...