Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hrútafundir 2023
Á faglegum nótum 17. nóvember 2023

Hrútafundir 2023

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Útgáfu hrútaskrár verður fylgt eftir að vanda með kynningarfundum víðs vegar um land að því er fram kemur í tilkynningu frá Eyþóri Einarssyni hjá Rágjafarmiðstöð landbúnaðarins.

Fundirnir eru haldnir af Búnaðarsamböndunum í samstarfi við RML, en ráðunautar munu kynna hrúta stöðvanna og fara yfir atriði úr ræktunarstarfinu.

Fundirnir hefjast 20. nóvember en þann dag er áætlað að hrútaskráin komi úr prentun.

„Það sem gerir hrútaskrána í ár frábrugðna frá því sem verið hefur, er í fyrsta lagi hrútakosturinn. Þótt vaninn sé að þar séu kynntir nýir hrútar, þá er nú í fyrsta skipti hópur lambhrúta sem valdir hafa verið inn á stöðvarnar til að dreifa arfgerðum sem veita þol gegn riðuveiki.

Í ár eru 15 glæsilegir gripir með ARR og þar af einn arfhreinn fyrir þessari genasamsætu. Þá koma inn tveir lambhrútar sem bera breytileikann T137 og 2 nýir hrútar sem bera breytileikann C151.

Þar að auki er fjölbreytt úrval nýrra og eldri hrúta sem standa fyrir mismunandi kosti,“ segir Eyþór. Í skránni verða fjórar upplýsingasíður um ýmislegt tengt ræktun gegn riðu og útskýringar á atriðum þeim tengdum, s.s. áherslum í ræktun, útskýringar á riðuflöggunum í Fjárvísi og svör við ýmsum spurningum. Kynbótamatið er nú sett fram með ýtarlegri hætti en áður, þar sem kynbótamat fyrir fallþunga og bakvöðvaþykkt bætist við upplýsingagjöfina um hrútana. Þá er ýmislegt fleira áhugavert efni að finna í skránni.

Skylt efni: Hrútaskrá | hrútafundir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...